Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 21
19
DÝRÐLEG, HRÍFANDI OG . . .
Öllu er lokið um klukkan ellefu
að kvöldi, og um miðnætti eru göt-
urnar hljóðar eins og kirkjugarð-
ur. Samt er hægt að ferðast um
þær öruggur fyrir líkamsmeiðing-
um.
BIÐRAÐIR
Þótt vestrænir sérfræðingar ssgi
allar aðstæður í Moskvu miklu betri
nú en nokkru sinni fyrr, er flest
sem neytendur varðar enn af skorn-
um skammti, og verzlunarhættir
bókstaflega martröð.
Húsfreyjur verða að standa í bið-
röð lon og don tímum saman í
yfirfylltum stöðvum til að fá þó
ekki sé nema kaffipakka eða kart-
öflur.
Fyrsta röðin er til að kaupa,
önnur til að borga, og þriðja röðin
til að tína saman það, sem keypt
var, fá það í hendur.
Gorkigata er ein mesta viðskipta-
gata veraldar, en vöruvalið í glugg-
unum er furðu fátæklegt.
Ein smávöruverzlun, sem ég kom
í, stillti aðeins út nokkrum græn-
um eplum í gluggann, en inni feng-
ust þau reyndar ekki. Og í öðrum
búðarglugga, sem hafði klæðnað á
boðstólum, var tylft af bómullar-
sokkum — þeir voru allir gráir.
Kæliskápar og önnur heimilis-
tæki, sem voru til sýnis í stórverzl-
ununum, báru með sér, að þau væru
að 'minnsta kosti 20 ára að hönnun
og gerð, og afgreiðslumaðurinn
hafði ekki minnstu hugmynd um
uppþvottavélar eða sjálfvirkar
þvottavélar og þurrkvélar.
Moskvubúar almennt búa í íbúð-
um, sem eru aðeins fjórði hluti af
þeirri íbúðarstærð, sem Banda-
ríkjamenn almennt búa í.
í Moskvu verða menn að bíða
árum saman eftir að mega kaupa
bíl, og samt má segja, að vandræð-
in hefjist fyrst, eftir að þeir fá bíl-
inn.
í allri Moskvuborg eru aðeins 20
bensínstöðvar. Biðraðir eru þar
langar, og oft verður að bíða tím-
unum saman eftir afgreiðslu. Við-
gerðir taka marga mánuði, og yfir-
breiddir bílar, sem bíða viðgerðar,
eru eitt hið algengasta, sem fyrir
augu ber í Moskvu.
Ekki ganga þessi óþægindi jafnt
yfir alla Moskvubúa. Áhrifamenn í
listum og stjórnmáium njóta sér-
stakrar þjónustu í sérstökum deild-
um vöruhúsanna, vel búnum og
með afslætti. Þar fást bifreiðar og
aðrar vörur á miklu skemmri tíma
en í hinum almennu deildum, og
íbúðir fá þessir áhrifamenn miklu
fljótar en hinir.
Útlendir ferðamenn fá líka leyfi
til að verzla í svonefndum Bery-
ozka-búðum. Þar geta þeir með
forgangshraða keypt t. d. lúxus-
bíla, sem erfitt er eða ómögulegt
að fá annars staðar í borginni og
meira að segja á lágu verði. Þar
kostar flaska af úrvalsvodka að-
eins um 170 ísl. krónur, svo að dæmi
sé nefnt.
BORG ÁN BROSA
Erfiðast af öllu, sem leitað væri
að í Moskvu, er að finna sviphýr
andlit.
É"g get naumast sagt, að ég sæi
nokkurn tíma bregða fyrir brosi í
umhverfi mínu þarna, hvorki á