Úrval - 01.01.1974, Page 27
25
Það færist sífellt í aukana um heim allaji, að ungt fólk lendir
i afbrotum og kemst undir manna hendur. 1 grein þessari er
viðtal við sérfræðing í afhrotamálum ungmenna,
Ef barnið þitt
yrði handtekið...
eftir dr. DONALD ROBINSON
*
*
*
*
purning: Hve snemma
komast foreldrarnir yf-
irleitt að því, þegar
börn þeirra eru tekin
föst af lögreglunni?
Svar: Vel rekin lög-
regludeild lætur foreldrana vita
undir eins og ungmennið er fært
til stöðvarinnar. Ellegar þeim hand-
tekna er leyft að hringja heim sjálf-
um. En því er verr, að oft eru að-
standendur ekki látnir vita fyrstu
fjórar til fimm stundirnar. Illa þjálf-
aðir lögreglumenn eiga það til að
fá handtekinn ungling til að sverja
framburð sinn án þess að lögmaður
eða foreldrar séu viðstaddir. Og
þeir geta boðizt til að sleppa ungl-
ingnum heim, vilji hann sýna þeim
,,samvinnu“. En þetta er ólöglegur
framgangur málsins, sem sá hand-
tekni getur neitað að samþykkja.
Spurning: Segjum að þrettán ára
sonur minn hringi í mig frá lög-
regluvarðstöð og segist hafa verið
tekinn fastur fyrir að hafa brotizt
inn í autt hús. Hvaða ráð ætti ég
að gefa honum?
Svar: Ég mundi segja við hann:
„Svaraðu engum spurningum, son-
ur minn, ég er á leiðinni með lög-
fræðing. Þetta heitir ekki, að hlut-
drægt foreldri taki málstað barns
gegn réttvísinni. Ef afkvæmi mitt
hefur gert eitthvað rangt, vil ég, að
það taki afleiðingunum. En ég vil