Úrval - 01.01.1974, Síða 32

Úrval - 01.01.1974, Síða 32
30 ÚRVAL um,“ hélt hann áfram, „af því þú hefur sagt okkur, að þú þekktir hann, en þegar við hringdum til hans, kvaðst hann aldrei hafa heyrt þín getið. Nú skiljum við.“ Flestir ráðamenn ætlast til ná- kvæmni af undirmönnum sínum — fremur en þeir skoði þann eigin- leika sem sérstaka dyggð. Vera kann, að þeir sem hampa stóryrð- um og ýkjum, veki meiri athygli en hinir, sem gætnari eru, en öll ósamkvæmni hefnir sín þegar til lengdar lætur. Þegar valið stendur um mann, sem veit hvað hann seg- ir, og annan sem þekktur er af hæpnum fullyrðingum, þá þarf ekki að velta lengi vöngum yfir, hvorn velja skal. Ónákvæmni kemur sér illa í hvers konar mannlegum félagsskap. Sá sem kynnir okkur ekki rétti- lega í veizlu, er ekki líklegur til að kæra sig mikið um okkur. Hvernig eigum við að þróa með okkur list nákvæmninnar? Hér eru nokkrar ráðleggingar: 1. Ekki fullyrða of mikið. Við lifum á tímum mikillar fræðslu, og upplýsingar og skýrslur liggja fyrir um flesta hluti. Til að mynda „vit- um“ við víst flest, að kaþólikkar eiga fleiri börn miðað við fjöl- skyldutölu en mótmælendur. En staðreyndin í Bandaríkjunum er sú, að baptistar hafa hæstu fæðingar- töluna. Fæðingartalan er aðeins óverulega hærri hjá kaþólikkum en mótmælendum. Flest eða öll teljum við okkur ,,vita“, að giftri manneskju, sem skilur við maka sinn, sé hættara við að skilja aftur í nýju hjónabandi. Staðreyndin er samt sú, að yfir 95 hundraðshlutar allra fráskilinna hafa einungis skilið einu sinni. 2. Vertu viss í þinni sök. Not- færðu þér uppsláttarbækur. Ná- kvæmni varðandi eitt atriði getur byggzt á mörgum þáttum, eins og réttum framburði orða og stafsetn- ingu, réttri beygingu orðs, réttri tölu varðandi mælieiningu og þar fram eftir götunum. Þetta lærði ég af fyrsta ritstjóranum mínum, sem benti mér á, að „hurð“ er ekki sama og „dyr“, að fullyrðingin: „Engin meiðsli voru tilkynnt", fel- ur ekki í sér það sama og: „Engin meiðsli áttu sér stað“. Ennfremur, að sá sem kærður er fyrir innbrot, þarf ekki endilega að vera inn- brotsþjófur. Þekktur læknir ráðlagði riturum um læknisfræðileg efni eftirfarandi: „Flettið upp í hvert skipti, sem þið gerið tilvitnanir. Þið eruð kannski vissir um, að í bókinni „Alísa í Undralandi“ sé minnzt á „Brjálaða hattarann“, og að í sögunni um Ad- am og Evu í Biblíunni sé getið um epli. En í báðum tilvikum hafið þið rangt fyrir ykkur. Sannleikurinn er sem sé sá, að í „Alísu í Undralandi“ kemur aðeins fyrir „hattari", og Gamla testamentið minnist ekki á epli, heldur ávöxt.“ Þessháttar mistök eru sífellt að koma fyrir. Við þurfum að vera vel á verði gagnvart hugtakaruglingi, fljótfærni og sefjun frá öðrum. Af þeim sökum er skynsamlegra að segja fremur oftar en hitt orðin: „Ég veit það ekki“. Það getur kostað þvingandi gætni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.