Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 36

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL sjúkdómum. Það er útilokað að vita nákvæmlega um, hver áhrif lyf hefur á líkamann, fyrr en unnt hef- ur verið að rannsaka vefi í smásjá. Að vísu hjálpa rannsóknarstofutil- raunir á dýrum í þessu efni, en í flestum tilfellum gilda ekki sömu forsendur um þau og mannlegan líkama. Líkkrufningar hjálpuðu til þess að sanna, að steroidlyf höfðu margar óæskilegar hliðarverkanir. Þær sönnuðu, að hið mikla magn súrefnis, sem dælt var í súrefnis- kassana, olli blindu hjá sumum börnum, sem fædd voru fyrir tím- ann. Nú eru sérfræðingar að reyna að vega og meta mismunandi og hlut- fallsleg áhrif ýmissa lækningaað- ferða, hvað snertir krabbamein í brjóstum og öðrum líffærum. Dr. Alfred Angrist, prófessor í meina- fræði og fyrrverandi deildarforseti Albert Einstein-læknaskólans í New Yorkborg, hefur þet'ta að segja um þetta atriði: ,,Að vísu kann það að gefa nokkra vísbendingu í þessu efni, ef bornar eru saman tölur þeirra sjúklinga, sem lifa af í hin- um ýmsu lækningaaðferðahópum. En lokasvarið fæst samt að öllum líkindum vegna rannsókna, sem byggjast á líkkrufningum um langt skeið.“ . . . Með hjálp líkkrufninga er unnt að ganga úr skugga um áhrifa mátt ýmiss konar skurðaðgerða og skurðtækni. Einn af fyrstu æxla- uppskurðunum var í því fólginn, að neðri hluti magans var fjarlægð- ur að nokkru. Oft kom það fyrir, að slíkir sjúklingar dæju úr sýk- ingu að uppskurði loknum. Dr. Frank Lahey, en hið fræga Lahey- sjúkrahús í Boston ber nafn hans, komst að því með hjálp líkkrufn- inga, að orsökina mátti rekja til þeirrar saumaðferðar, sem beitt var, þegar maginn var saumaður aftur við skeifugörnina. Ýmsir kirtlavökvar söfnuðust þar fyrir og ollu því fyrr eða síðar, að saumur- inn rifnaði. Skurðlæknar breyttu tafarlaust saumtækni sinni, og þannig tókst að bjarga mörgum mannslífum. . . . Þegar líkkrufning leiðir í ljós dánarorsök, getur hún jafn- framt orðið aðvörun til annarra, og getur sú aðvörun jafnvel bjargað mannslífum. Fyrir nokkru veiktist kona nokkur í Buffalo í New York- fylki á dularfullan hátt. Síðan dó sonur hennar skyndilega þar heima. Líkkrufning leiddi í ljós banvænt kolsýrlingsmagn í blóði hans. Við athugun kom það fram, að lyktar- laust gas hafði lekið vikum saman út úr gölluðu hitunartæki þar á heimilinu. Þegar það var fjarlægt og annað sett í þess stað, þá hurfu sjúkdómseinkenni móðurinnar taf- arlaust. . . . Líkkrufning gerir mögulegt að sannprófa, hvort sjúkdómsgrein- ing er rétt. „Það kemur ekki ósjald- an fyrir, að sjúkdómsgreiningu læknis og sjúkdómsgreiningu, sem gerð er eftir líkkrufningu, ber ekki saman," segir dr. John Prutting læknir í New Yorkborg og for- stöðumaður „Stofnunar framfara í læknisfræðilegri þekkingu“. Til dæmis sýndu líkkrufningar, sem gerðar voru á líkum margra sjúkl- inga, sem álitið var, að hefðu dáið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.