Úrval - 01.01.1974, Side 37
KRUFNINGIN BJARGAR MANNSLÍFUM
35
úr lungnastíflu (sem orsakast venju
lega af blóðtappa), að einungis tæp
ur helmingur sjúkdómsgreining-
anna var réttur. (En úr sjúkdómi
þessum deyja líklega allt að 50.000
manns árlega í Bandaríkjunum).
Eins reyndist ekki nærri alltaf vera
um heilablæðingar að ræða í „slag-
tilfellum", heldur var þar um að
ræða afleiðingu af stíflu í hálsslag-
æð. Síðan hefur verið beitt skurð-
aðgerð til þess að gera við háls-
slagæðina og aðferð sú stöðugt
endurbætt. Hefur skurðaðgerð þessi
bjargað mörgum mannslífum. „Slík
röng sjúkdómsgreining gefur ekki
tilefni til þess að efast um hæfi-
leika læknis,“ segir dr. Prutting.
„Hún er fremur sönnun þess, hversu
mikið læknavísindin eiga enn
ólært.“
. . . Líkkrufning dregur oft úr
sárustu sorg syrgjendanna. Sem
dæmi má nefna, að móðir vinar
míns dó, fjórum dögum eftir að
hún hafði fengið heilablæðingu.
Hún var aðeins á sextugsaldri og
hafði verið sístarfandi og búið yfir
mikilli orku. En líkkrufning leiddi
í ljós, að dauðinn hafði verið sann-
kölluð náð í þetta skipti, því að
heilaskemmdirnar voru svo miklar,
að hún hefði verið alveg hjálpar-
vana bæði andlega og líkamlega,
hefði hún lifað lengur.
. . . Líkkrufning getur jafnvel
orðið til þess að leysa lögfræðileg
vandamál. Einn læknir skýrir frá
rosknum hjartasjúklingi, sem geng-
izt hafði undir skurðaðgerð og lát-
ið græða gerviæðabút í gallaða
slagæð. Nokkrum dögum eftir upp-
skurðinn rakst maðurinn á nátt-
borðið sitt, hneig síðan ofan á rúro-
ið og dó. Hin sorgbitna ekkja synj-
aði fyrst um leyfi til líkkrufningar,
en að lokum fékkst hún til þess að
veita slíkt leyfi. Meinafræðingur-
inn komst að því, að sprungið milta
hafði valdið dauða mannsins, en
miltað hafði sprungið, þegar mað-
urinn rakst harkalega á borðið. Því
var um dauða af slysförum að ræða,
og ekkjan fékk þannig tvöfaldar
skaðabætur. Læknirinn hafði ótt-
azt, að dánarorsökina mætti kann-
ski rekja til uppskurðarins, og því
létti honum, þegar hið sanna kom
í ljós.
o—o
Þrátt fyrir hina augljósu þýðingu
líkkrufninga fyrir læknavísindin,
fyrir líf manna og heilsu og fyrir
sálarró þeirra er ástandið í þessum
efnum svo ömurlegt í Bandaríkj-
unum, að krufið er aðeins um eitt
lík af hverjum fimm. Ein ástæða
þessa ástands er sú, að mörg fylkja
lög okkar gera læknum erfitt um
vik við að afla sér leyfis til lík-
krufningar. Á sumum Norðurlönd-
unum og í sumum héruðum Sviss
getur læknir eða sjúkrahús gefið
leyfi til krufningar, nema ættingj-
ar hins látna mótmæli slíku. Á
borgarsjúkrahúsum í Sovétríkjun-
um eru næstum allir látnir sjúkl-
ingar krufnir. í Bandaríkjunum
þarf að afla skriflega, undirritaðs
samþykkis ættingja hins látna strax
eftir dauða hans. En það er erfitt
að taka slíka ákvörðun á svo erfið-
um augnablikum.
En afdrifaríkasta ástæðan er auð-
vitað tilfinningaleg andstaða leik-