Úrval - 01.01.1974, Síða 40
38
ÚRVAL
til þess að smíða neðanjarðareld-
flaug. Og svo eftir að friður var
kominn á, tók uppfinningamaður-
inn til við útreikninga og hönnun
slíkrar eldflaugar. Fyrstu tilraun-
irnar hófust svo veturinn 1948.
Fallbyssa, sem hafði séð fífil sinn
legri, var nú flutt út í skógarrjóð-
ur. Harður tappi var skrúfaður
fastur í stað byssuhlaupsins.
„Tappi“ þessi, sem stóð út úr byss-
unni, var síðan látinn nema næst-
um því við steina, sem festir höfðu
verið í múrvegg. Tsiferov bað síð-
an alla viðstadda að færa sig sem
lengst frá byssunni, ef ske kynni,
að eitthvað óvænt gerðist. Sumir
þeirra tóku jafnvel fyrir eyrun með
höndunum. En skotið reyndist vera
hávaðalaust og alveg hættulaust.
Hvítglóandi lofttunga skauzt fram
úr örlitlu opi á tappanum og
brenndi strax gat á steinvegginn.
Uppfinningamaðurinn varð nú í
fyrsta skipti vitni að því, að út-
reikningar hans væru framkvæmd-
ir. Mjög heitur eldstraumur, sem
skotið er með miklum hraða, get-
ur borað gat á steina líkt og um
bor væri að ræða.
Síðar kom eldflaug í stað fall-
byssunnar, og hafði henni verið
breytt þannig, að hún ynni á hin-
um hörðustu klettum. Bor flaugar-
innar var knúinn áfram og skrúf-
aði sig dýpra og dýpra niður í jörð-
ina. Smám saman voru smíðaðar
stærri flaugar og hönnun þeirra
endurbætt. Og nú vorum við vitni
að tilraun með nýjustu gerð henn-
ar.
Tsiferov fékk áttunda einkaleyfi
sitt út á aðferð sína til þess að
grafa holur og göng með hjálp
þrýstigasbors. Uppfinning hans var
rædd í Vísindaakademíu Sovétríkj-
anna, og sérfræðingar voru mjög
hrifnir af henni.
„BYLTING í BORUN“
Einn af hæfustu jarðfræðingum
Sovétríkjanna, dr. Vladimir Smir-
nov, meðlimur Vísindaakademíunn-
ar, hafði þetta að segja um upp-
finningu þessa: „Ég er sannfæröur
um, að þessi uppfinning mun geta
valdið byltingu í aðferðum til þess
að komast djúpt í jörðu niður. Hún
getur leitt til róttækra framfara,
hvað snertir hina ýmsu þætti bor-
tækninnar. Tæki þetta vinnur yfir-
leitt um 50 til 100 sinnum hraðar
en núverandi borar, og fer það eft-
ir stærð og hönnun þess. Og það
getur náð 20—25 km dýpi, án þess
að borútbúnaðurinn skemmist þrátt
fyrir hið háa hitastig í slíkri dýpt.“
Það virðist furðulegt, að bortæk-
ið nái 20 eða jafnvel 25 km dýph
Dýpsta borhola heimsins, sem er í
vesturhluta Texasfylkis í Banda-
ríkjunum, er tæpir 8 km á dýpt.
Það kann að þykja mótsagnakennt,
en er þó staðreynd, að jörðin, sem
er undir fótum okkar, hefur að
ýmsu leyti verið minna rannsökuð
en hinn fjarlægi geimur. Geimför
og tæki hafa ferðazt milljónir kíU-
metra langt úti í geimnum í rann-
sóknarleiðöngrum til tunglsins,
Venusar og Mars. Og nýlega hafa
jafnvel farið fram boranir á öðr-
um hnöttum. En samt hefur mönn-
um ekki enn tekizt að bora nema
svolítinn spöl inn í jarðskorpuna.
Möguleikinn á því að bora 20—