Úrval - 01.01.1974, Side 41

Úrval - 01.01.1974, Side 41
ELDFLAUG SEND í JÖRÐ NIÐUR 39 25 km inn í jörðina skapar aug- sýnilega mjög freistandi framtíðar- horfur. Sovézkir sérfræðingar hafa þegar samið áætlun um dýptarbor- anir, og er þar gert ráð fyrir að bora fimm holur víðs vegar um Sovétríkin, og eiga þær að verða 10—15 km á dýpt. Enn hafa ekki verið gerðar áætlanir um notkun eldflaugar Tsiferovs eða minni þrýstigasbors. Áætlað er að nota venjulega bortækni, en auðvitað endurbætta. Þetta er vel framkvæmanlegt. Sovézkir verkfræðingar og vísinda- menn hafa öðlazt geysilega reynslu eftir margra áratuga borunarfram- kvæmdir við erfið náttúruskilyrði. En hér er samt ekki um neitt auð- velt viðfangsefni að ræða. Bortækið (t. d. boroddurinn, sem er úr demant) hangir í málmturni, sem myndaður er úr einstökum hlutum, sem skrúfaðir eru saman (Er þar um að ræða rör, sem köll- uð eru „standar"). Slík margsam- sett röralengja, 15 km á lengd, kann að bresta undan áhrifum eigin þunga, jafnvel þótt hún sé gerð úr geysilega hörðu stáli. En líklega mun verða notazt við léttari efni en stál, efni, sem eru jafnframt endingarbetri, t. d. efni, sem rekja má til titanium. Þau munu gera það mögulegt að bora niður í 18 km dýpt. Sérstakur útbúnaður verður svo að koma í veg fyrir, að þessi margsamsetta röralengja bogni. Annars kynni hún að bogna og sveigjast til hliðar eða koma jafnvel einhvers staðar upp á yfir- borðið aftur. En það er við fleiri erfiðleika að etja. Hve háan borturn þarf til þess að koma 15 km málmlengju niður í jörðina? Sumir verkfræðingar hafa stungið upp á því, að smíðuð verði eins konar risatunna, sem hægt væri að vefja geysilegri röra- lengju utan um eins og um nokk- urs konar vindu væri að ræða. En þessu fylgja samt mörg óleyst vandamál. Vafalaust geta sovézkir sérfræðingar leyst þau, en þeir hafa þegar leyst vandamál, sem var engu síður erfitt, þ. e. borun á öðrum hnöttum. Við lifum á tímum óvenju legra og róttækra lausna. Auk þess að styðjast við endurbætur og þró- un tækja og aðferða, sem þegar eru þekkt, mun verða gripið til rót- tækra lausna, sem byggjast á því að varpa fyrir borð hefðbundnum aðferðum. Þar verður um að ræða byltingu í verkfræðilegri hugsun. Hugmynd Tsiferovs er því óneitan- lega freistandi, enda hefur hún þegar sannað notagildi sitt í til- raununum, sem framkvæmdar voru rétt fyrir utan Moskvu. KJARNORKUBOR í SKÖPUN Enn getur bor Tsiferovs ekki bor- að mjög djúpt í jörðu niður. En notagildi hans er þegar mjög mik- ið og margþætt, þar á meðal borun grunnra tilraunaborhola, hola fyrir staura og aðrar undirstöður, brunna, gangna fyrir leiðslur og lítil jarð- göng. Kannski mun hann einnig reynast gagnlegur við björgunar- störf, þegar námuslys verða og námumenn þarfnast tafarlaust lofts og matar. Hvernig væri að láta sig dreyma svolítið um framtíðina, þ. e. þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.