Úrval - 01.01.1974, Side 45
43
Levi Strauss var klæðskeri í San Francisco, talinn upphafs-
maður gallabuxnanna fyrir rúmri öld, þegar gullgrafarar kvört-
uðu yfir því, að venjulegar buxur entust illa. Strauss átti víst
ekki von á, hversu vegur gallabuxnanna hefur orðið mikill.
Þær njóta hylli um allan heim, og nú skipar tízkan svo fyrir,
að þær megi aldrei líta út sem nýjar. Fyrirtæki í Brooklyn í
New York hefur náð góðum árangri í því að gera nýjar buxur
gamallegar á svipstundu. „Með nokkurra króna virði af þvotta-
bláma og öðrum efnum,“ segir forstjórinn, Phillip Ross Zinn,
stoltur, „getum við nú tekið buxur, sem mundu kosta 500—800
krónur stykkið, og afhent verzlunum snjáða flík á 1700 krónur."
„Þrjátíu dollara sekt eða 30 daga fangelsi“ var einu sinni al-
geng refsing fyrir smá afbrot í Bandaríkjunum. í Lexington í
Kentuckey eiga ökumenn, sem brjóta af sér, nú völ nýrra kosta.
„Peningana eða blóðið“.
Síðan í september hafa þeir, sem aka of hratt eða kæruleysis-
lega, og þeir, sem aka á rauðu eða taka ekki tillit til stöðvunar-
merkja, átt kost á að gefa blóð í stað þess að greiða sekt eða
málskostnað, svo fremi fjárhæðin sé ekki meiri en 2500 krónur.
Verðbólgan er svipuð því að sitja fastur í umferðarhnút. Þú
finnur, að þú átt sjálfur þátt í vandamálinu, en þú getur ekki
látið þér til hugar koma að gera við því.
Chicago Tribune.
Efasemdir eru ekki andstæða trúar. Þær eru þáttur í trúnni.
Paul Tillich.
Eitt fáum við meira af fyrir peningana okkar nú en áður var.
Það er kröfugerð.
The Kiplinger Magazine.
Sannasta prófið á það, hvort við erum sjálfstæð í dómum okk-
ar, er, hvort við getum látið okkur líka illa við einhvern, sem
dáir okkur, og dáð einhvern, sem líkar illa við okkur.
Sydney J. Harris.
Gallinn við að brynja sig er sá, að brynjan ver okkur sárs-
auka en ver okkur jafnframt fyrir ánægju.
Celeste Holm.