Úrval - 01.01.1974, Síða 58
56
ÚRVAL
stjórninni, og þau námu 1650 kr. á
mánuði, þar eð sárið, sem hann
hlaut í styrjöldinni var ekki talið
alvarlegt. „Grískur hermaður hjó
af mér fingur, með sverðinu sínu,“
sagði hann. „Nú ætla ég í göngu-
ferð, ég geri ekki annað núorðið,
sit og geng, geng og sit.“
Gamli hermaðurinn setti upp
svartan kósakkahatt, áður en hann
fór. Sennilega hefur hann haft
,,feg“ á sínum yngri árum. En
Altatúrk afnam aldagamla klæða-
tízku. Það var einn þátturinn i
endurbótum til að breyta unga lýð-
veldinu til nýrra siða. Hann stytti
líka stafrófið í samræmi við lat-
neskt letur. Hvatti til kvenfrelsis
og þótt íbúar séu 99 af hundraði
Múhameðstrúar, þá gaf hann rík-
inu æðsta úrskurðarvald í trúmál-
um.
Ataturk vantreysti Istanbul alla
tíð vegna hins sögulega sambands
við keisaradæmið og flutti því
stjórnaraðsetrið til Angora, sem nú
er þekkt undir nafninu Ankara.
Samt gat hann ekkert gert til að
breyta hlutverki Istanbul sem
æðsta menningarsetri og miðstöð
verzlunar, vísinda og forystu í mál-
efnum Tyrkja.
Þótt borgin sé svipt stjórnarað-
stöðu sinni og löggjafarvaldi held-
ur hún áfram að vera kóróna hins
forna ríkis.
INNRÁS SVEITAFÓLKS
TIL ISTANBUL
„Getur nokkur neitað, að Istan-
bul sé stærsta borg Tyrkjaveldis,
þegar 58 prósent af iðnaði þjóðar-
innar er framleitt hér og 52 pró-
sent af allri verzlun er hér og í
umhverfi borgarinnar,“ spurði dr.
Fahri Ataleey og yppti öxlum, þar
sem hann sat í stól sínum. „Níu-
tíu af þeim 800 þúsund útlendra
gesta, sem heimsækja Tyrkland ár-
lega, koma einnig hingað,“ bætti
hann við, ,,og eyða hér tíma sín-
um. Auk þessa alls eru fegurstu
konur Tyrklands í Istanbul.“ —• Dr.
Ataleey er læknir að mennt og
borgarstjóri Istanbul.
Hann á við ýmis vandamál að
stríða, ekki sízt gagnvart samstarfi
í borgarstjórninni, sem er mynduð
af 102 aðilum. „Flestir þeirra haga
sér eins og flokkur andstæðinga,“
andvarpaði hann.
„En samt get ég minnzt á enn
alvarlegra málefni, en það er stöð-
ugt aðstreymi innflytjenda hingað
úr sveitunum.“
Mótaðir af krafti og virðuleika,
sem einkennir sveitafólk Litlu-
Asíu, koma þeir ákveðnir, þrátt
fyrir hindranir um 150 þúsund ár-
lega. Menn með brotnar og óhrein-
ar neglur úr þeirri akurmold, sem
brást, þyrpast daglega í verksmiðj-
ur borgarinnar í leit að vinnu.
Konur reyna að gera sér heim-
ili eða hreysi úr skúraskriflum,
hrófluðum upp til einnar nætur og
börn gera sér alla staði að leik-
völlum og alla hluti að leikföngum.
Ein af stærstu nýlendum þessara
„innrásarmanna" úr sveitunum er
í hinum nýja hluta Evrópumegin í
Istanbul, nokkrum húsalengdum
frá stærsta hóteli borgarinnar.
Þar hafði ég tal af manni,
sem var búinn að dvelja í borg-
inni í tvo mánuði. „Þorpið mitt er