Úrval - 01.01.1974, Page 67

Úrval - 01.01.1974, Page 67
HÚN TENGIR EVRÓPU OG ASÍU 65 mynd, að tyrknesk böð væru til- valdir mótstaðir njósnara og myrkrahöfðingja, sem helzt ekki þyldu dagsbirtu. Þar mundi úa og grúa af svínfeitum náungum með viðskiptamál til sölu. Einskis slíks varð ég áskynja, en njósnaleikurinn var stundaður þar til loka síðari heimsstyrjaldar, svo mikið er víst. Þótt ambassadorar og utanríkis- ráðherrar séu í Ankara, þá eru samt ýmsir „undirkóngar“ í Istan- bul að störfum. Á meðal njósnaranna var einn að nafni Cicero og hafði brezkan am- bassadorstitil að yfirskyni. Hann og fleiri eru farnir nú, gengnir en ekki gleymdir, sérstak- lega meðal eldri þjónanna á Park Hotel. Útlendir ,,agentar“ tóku Park Hotel fram yfir önnur gisti- hús, ekki sízt vegna þess, að þar gátu þeir setið á svölunum og talið óvinaskipin, sem voru á ferð fram og aftur um „Sundið". Símaþjónusta hótelsins var önn- um kafin allan sólarhringinn og sendi svo margar upplýsingar, að ef nokkur bað um skýringar, skildi sendirinn hvorki upp né niður. Auðvitað hefur ekkert í Evrópu verið meira bendlað við njósnir en Austurlandahraðlestin um Simpton skarð. Hún kom frá París yfir meg- inhluta Evrópu með áfangastað á Sirkesi-stöðinni við Galata-brúna. Þetta var mikil ævintýraferð með lest, og flest ævintýrin gerðust á götum Istanbulborgar, þar sem far- þegarnir komu og fóru, mislit hjörð, fulltrúar gimsteinakaup- manna, búnir eins og prófessorar í Gyðingaháskóla í Sofía. Þýzkar dömur með flaksandi hár um herð- ar, sérstaklega leiknar í arabísku tungutaki og skransalar frá Vínar- borg, með frægustu listaverk hinna fornu meistara meðferðis. GULLFLÓÐ FRÁ VESTUR- EVRÓPU Nú á dögum er sérstakur leikur settur á svið á Sirkesi-stöðinni. Tyrknesk ungmenni bæði frá Istanbul og öðrum héruðum þyrp- ast þar saman nokkrum sinnum í viku og eru fluttir til Þýzkalands og ætla þar að stunda vellaunaða vinnu. Sem stendur eru um 800 þúsund Tyrkir í Þýzkalandi. Pen- ingarnir, sem þeir senda heim, eru stærsti þáttur í útlendum gjaldeyri Tyrklands. Ég kom til Sirkesi á laugardags- morgni, þar. var fjöldi manns í þög- ulli þyrpingu. Þessar bíðandi raðir við miðasölugluggann voru í alltof miklum hugaræsingi til að geta haldið uppi samræðum. Aðeins ör- fáir höfðu komið til útlanda fyrr. Haldandi dauðahaldi um plastpok- ana sína sátu þessi ungmenni, þar sem þau höfðu reikað inn í vagn- ana, kvíðafull og hrædd. En það fólk, sem kemur til baka, er allt öðruvísi í framkomu og lát- bragði. Sjálfstraust og birta er yfir því. Ljótu plastpokarnir hafa vikið fyrir stílhreinum ferðatöskum. Eld- spýtustokkarnir eru horfnir fyrir glansandi kveikjurum, og í staðinn fyrir snarlið í nestismalnum er nú setzt að máltíð á matsöluhúsum. „Eftir eitt ár enn í Þýzkalandi hef ég sparað saman 40 þús. tyrk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.