Úrval - 01.01.1974, Síða 74
72
af kaupmanni, sem kynnti sig sem
,,Goldfinger“, lagði ég af stað til
að freista útgöngu úr þessu völ-
undarhúsi.
En klukkustundu síðar komst ég
að þeirri undarlegu uppgötvun að
finna sjálfan mig á sama stað,
nefnilega í verzlun „Goldfingers“.
Satt að segja held ég, að sumir séu
árum saman að leita útgöngu.
Fjárfestingin er mikil í þessum
verzlunum og kaupmenn yfirleitt
afar heiðarlegir.
Amerískur ferðalangur sagði mér
frá því fyrir nokkrum árum, að
hann hefði týnt þar 20 þús. dala
„ferðatékkum“ (kringum 860 þús.
ísl. kr.). Þeir fundust og' var skilað
til hans aftur.
HIN BLESSAÐA MOSKUBORG
Það eru einmitt slíkir staðir sem
Covered Bazar, sem gera Istanbul
að ógleymanlegri borg, með öllum
sínum fornfrægu venjum og fram-
kvæmdum.
En þó er fleira og stærra, sem
hefur gert þessa borg fræga um
heim allan. Hér gnæfir Hegia
Sofía —• vizkumusterið, fyrst var
það kirkja, síðan moska um marg-
ar aldir, nú safn síðan 1935.
Þá er það bláa moskan, byggð
úr tígulsteini af frábærri snilld, en
síðast en ekki sízt Sulumans-mosk-
an, sem að mínum dómi er glæsi-
legust allra þeirra 500 guðshúsa,
sem höfð eru til guðsdýrkunar í
Istanbul.
Auðvitað er hún teiknuð. af hin-
um fræga Sinan, sem áður er
nefndur hér og stendur á einni
ÚRVAL
hinna sjö hæða, sem borgin er
byggð á.
Og í sambandi við þessa mosku
voru byggðir eða starfræktir nokkr-
ir skólar, eldhús fyrir hina alls-
lausu í borginni, lyfjabúð fyrir hina
sjúku, að ógleymdu stóru sjúkra-
húsi fyrir þá, sem ekki gátu borg-
að fyrir sig.
Þetta var í stuttu máli borg á
borginni. Stofnun, sem glóði og
ljómaði af guðlegri snilld, fegurð
og miskunnsemi.
Sulumans-moskan gnæfir yfir um
hverfi sitt úr fjarlægð líkt og fjall
með tignarlegum tindum. Og þeir
sem nálgast hana finna tign henn-
ar aukast, unz hún opnast og eign-
ast sál þeirra að eilífu.
Ekki hefur Istanbul gleymt sinni
kristnu fortíð. Raunar verður að
játa það, að listaverk Byzans,
kristnu borgarinnar voru vandlega
falin að baki alls konar umbúða,
eftir að Tyrkir tóku völd.
En eftir valdatöku Atatiirks vav
leyft að afhjúpa mósaik- og fresko-
myndir að nýju. Merkust slíkra
tilrauna og framkvæmda var gsrð
við Kariye-moskuna af sérfræðing-
um frá Harvard-háskóla.
Áður hafði þessi moska verið
kirkja, helguð Hjarta Frelsarans,
skreytt mósaik-myndum frá 14. öld,
þar á meðal 18 veggmyndum, helg-
uðum Maríu mey.
Þótt Kariye-moskan sé ekki
stór í samanburði við Sofíu-kirkj-
una, þá er hún samt sannkallað
dýrgripaskrín trúarlegrar listar frá
Byzanztímanum í Istanbul.