Úrval - 01.01.1974, Side 85

Úrval - 01.01.1974, Side 85
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 83 veginn að sigla frá New York. Strax og skipið kom til Liverpool, var það afhent Flotamálaráðuneyt- inu og sett í þurrkví, svo að hægt yrði að koma fallbyssunum fyrir í því. Þ. 17. september komst það á skipaskrá sem vopnað aðstoðar- beitiskip og var einnig skráð sem slíkt í bókum Cunard-skipafélags- ins. En sama daginn urðu breyttar aðstæður einmitt til þess að um- turna áætlunum Flotamálaráðu- neytisins. Einmitt um sama leyti og skipið var orðið tilbúið til þess að hefja siglingar að nýju, fór Church- ill í heimsókn til aðaiflotans, sem lá þá við akkeri í Loch Ewe, af- skekktu en stórkostlegu skipalægi í norðvesturhluta Skotlands. Þar gafst honum tækifæri til að ræða frjálslega við Roger Keyes sjóliðs- foringja, sem var einn af efnileg- ustu foringjum flotans. Keyes hafði sérstaklega miklar áhyggjur af þeim beitiskipum flot- ans, sem voru af svokallaðri „Bacc- hante-gerð“. Þau höfðu löng hliðar- hólf, sem voru óbrynvarin, svipuð að gerð og voru í Lusitaníu. Mán- uði áður hafði Flotamálaráðuneyt- ið skipað svo fyrir, að þau herskip, sem þannig væru byggð, mættu ekki komast í þannig aðstæður, að þau gætu orðið skotmark kafbáta, og að þau mættu ekki komast í sóknaraðstöðu án hæfilegra fylgd- arskipa þeim til verndar. Keyes benti Churchill á, að samt væru hvorki meira né minna en fjögur skip af þessari gerð í stöðugum eft- irlitsferðum á Norðursjó og hefðu þau verið þar dag hvern allt frá upphafi stríðsins. Hann bætti því við, að þau væru í mjög mikilli og stöðugri hættu. Einnig tilkynnti hann flotamálaráðherranum, að liðsmenn flotans töluðu um flota- deild þessa sem „lifandi beitu“. Churchill varð skelfingu lostinn. Þegar hann kom í Flotamálaráðu- neytið næsta dag, skipaði hann svo fyrir tafarlaust, að eftirlitsferðum skipa þessara skyldi hætt. En und- irmenn hans í Flotamálaráðuneyt- inu, sem fjölluðu um ákvarðanir, sem snertu flotaaðgerðir, voru ekk- ert að flýta sér að framkvæma þessa skipun að fullu, og þeir sendu þrjú þeirra á vettvang til þess að ann- ast eftirlit á hafsvæði rétt úti fyrir hollenzku ströndinni, þangað til ákvörðun hefði verið tekin um það, hvert verða skyldi endanlegt ætl- unarverk þessarar Bacchante-flota- deildar. Þ. 21. september fór Churchill til Liverpool. Lusitanía lá þar við bryggju. Þeir Churchill og Peskett, hönnuður skipsins, stóðu nokkra stund á hafnarbakkanum og virtu fyrir sér þetta ferlíki, sem gnæfði hátt upp yfir þá. Churchill minnt- ist á galla skipa af Bacchante-gerð- inni og spurði Peskett í þaula um vatnsþétta skilrúmið í Lusitaníu, staðsetningu þess og styrkleika. Peskett fullvissaði hann um, að allt væri í stakasta lagi, og sagði: „Lusitanía á engan sinn líka í flot- anum.“ Churchill svaraði lágum rómi, og hann átti eftir að minnast þessa svars óþyrmilega framvegis: „Jú, við höfum hennar líka í flotanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.