Úrval - 01.01.1974, Síða 85
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
83
veginn að sigla frá New York.
Strax og skipið kom til Liverpool,
var það afhent Flotamálaráðuneyt-
inu og sett í þurrkví, svo að hægt
yrði að koma fallbyssunum fyrir í
því. Þ. 17. september komst það á
skipaskrá sem vopnað aðstoðar-
beitiskip og var einnig skráð sem
slíkt í bókum Cunard-skipafélags-
ins.
En sama daginn urðu breyttar
aðstæður einmitt til þess að um-
turna áætlunum Flotamálaráðu-
neytisins. Einmitt um sama leyti og
skipið var orðið tilbúið til þess að
hefja siglingar að nýju, fór Church-
ill í heimsókn til aðaiflotans, sem
lá þá við akkeri í Loch Ewe, af-
skekktu en stórkostlegu skipalægi
í norðvesturhluta Skotlands. Þar
gafst honum tækifæri til að ræða
frjálslega við Roger Keyes sjóliðs-
foringja, sem var einn af efnileg-
ustu foringjum flotans.
Keyes hafði sérstaklega miklar
áhyggjur af þeim beitiskipum flot-
ans, sem voru af svokallaðri „Bacc-
hante-gerð“. Þau höfðu löng hliðar-
hólf, sem voru óbrynvarin, svipuð
að gerð og voru í Lusitaníu. Mán-
uði áður hafði Flotamálaráðuneyt-
ið skipað svo fyrir, að þau herskip,
sem þannig væru byggð, mættu
ekki komast í þannig aðstæður, að
þau gætu orðið skotmark kafbáta,
og að þau mættu ekki komast í
sóknaraðstöðu án hæfilegra fylgd-
arskipa þeim til verndar. Keyes
benti Churchill á, að samt væru
hvorki meira né minna en fjögur
skip af þessari gerð í stöðugum eft-
irlitsferðum á Norðursjó og hefðu
þau verið þar dag hvern allt frá
upphafi stríðsins. Hann bætti því
við, að þau væru í mjög mikilli og
stöðugri hættu. Einnig tilkynnti
hann flotamálaráðherranum, að
liðsmenn flotans töluðu um flota-
deild þessa sem „lifandi beitu“.
Churchill varð skelfingu lostinn.
Þegar hann kom í Flotamálaráðu-
neytið næsta dag, skipaði hann svo
fyrir tafarlaust, að eftirlitsferðum
skipa þessara skyldi hætt. En und-
irmenn hans í Flotamálaráðuneyt-
inu, sem fjölluðu um ákvarðanir,
sem snertu flotaaðgerðir, voru ekk-
ert að flýta sér að framkvæma þessa
skipun að fullu, og þeir sendu þrjú
þeirra á vettvang til þess að ann-
ast eftirlit á hafsvæði rétt úti fyrir
hollenzku ströndinni, þangað til
ákvörðun hefði verið tekin um það,
hvert verða skyldi endanlegt ætl-
unarverk þessarar Bacchante-flota-
deildar.
Þ. 21. september fór Churchill til
Liverpool. Lusitanía lá þar við
bryggju. Þeir Churchill og Peskett,
hönnuður skipsins, stóðu nokkra
stund á hafnarbakkanum og virtu
fyrir sér þetta ferlíki, sem gnæfði
hátt upp yfir þá. Churchill minnt-
ist á galla skipa af Bacchante-gerð-
inni og spurði Peskett í þaula um
vatnsþétta skilrúmið í Lusitaníu,
staðsetningu þess og styrkleika.
Peskett fullvissaði hann um, að
allt væri í stakasta lagi, og sagði:
„Lusitanía á engan sinn líka í flot-
anum.“
Churchill svaraði lágum rómi, og
hann átti eftir að minnast þessa
svars óþyrmilega framvegis: „Jú,
við höfum hennar líka í flotanum.