Úrval - 01.01.1974, Page 86

Úrval - 01.01.1974, Page 86
84 ÚRVAL í mínum augum er hún bara 45.000 tonn af lifandi viðbótarbeitu.11 Skömmu eftir dögun næsta dag varð eitt af beitiskipunum þrem af Bacchante-gerðinni fyrir tundur- skeyti þýzks kafbáts skammt und- an hollenzku ströndinni. Því hvolfdi næstum samstundis, og svo sökk það á næstu 25 mínútum. Hin beiti- skipin tvö komu siglandi á vett- vang skipinu til aðstoðar, og bæði hlutu sömu örlögin næstum tafar- laust. Yfir 1400 menn drukknuðu í þessum hildarleik. BANVÆNT HERKÆNSKUBRAGÐ Harmleikur þessi gerbreytti við- horfi Flotamálaráðuneytisins gagn- vart kafbátum. Hingað til höfðu þeir Churchill og margir af eldri yfirmönnum Flotamálaráðuneytis- ins hneigzt til þess að vanmeta kaf- bátana. Nú varð það augljóst, að gæti kafbátur sökkt beitiskipi, hlaut hann einnig að geta valdið geysi- legu tjóni og ringulreið á mjög þýð- ingarmiklum siglingaleiðum til Bretlands. Flotamálaráðuneytið hafði alltaf álitið, að áhöfn kafbáts ætti og mundi alltaf meðhöndla kaupskip og áhöfn þess á sama hátt og áhöfn beitiskips „á veiðum“ mundi gera. Áiitið var, að hin rétta meðhöndl- un væri í því fólgin að stöðva óvopnað kaupskip með því að skjóta yfir stefni þess, leita síðan í því og sleppa því síðan, væri það frá hlutlausu ríki. En væri það frá óvinaríki, skyldu áhöfn og farþeg- ar handteknir sem gísl og farmur- inn og skipið gert upptækt sem herfang. Þessar meginreglur, sem gengu undir nafninu „Beitiskips- reglurnar", höfðu verið samþykkt- ar af öllum flotaveldum með minni háttar breytingum. En þær giltu því aðeins um óvopnuð kaupskip. Þegar Churchill lét vopna brezk kaupskip árið 1913, fyrirgerði hann jafnframt rétti þeirra til þess að vænta slíkrar meðhöndlunar. Menn gerðu sér grein fyrir því um sein- an, að enginn kafbátur mundi hætta á að koma upp á yfirborðið og skipa vopnuðu kaupskipi að stanza og leyfa, að leitað skyldi í því. Jafnvel þótt áhöfn kafbáts tækist slíkt, án þess að illa færi fyrir henni og kafbátnum, hvað átti hún þá að gera við áhöfn kaup- skipsins, farþega, farm og sjálft skipið? Fyrsta hugmyndin um kafbáta- varnir var fólgin í því, að leggja skyldi þvergirðingu þvert yfir Ermarsund, hengja net neðan í hana og festa í þau tundurdufl. Þessi dýra tilraun mistókst alger- lega, og hætt var við hana. Eina vörnin, sem tiltæk var, var fólgin í tíðum ferðum eftirlitsskipa um hættusvæði og notkun tundurdufla. Því var fundið upp nýtt kerfi, sem var prýðilegur fulltrúi flota, sem hafði ekki lent í neinum meiri hátt- ar átökum síðan í sjóorrustunni við Trafalgar. Komið var á eftirliti, sem fram- kvæmt var af skemmtibátum og litlum vélbátum úti fyrir strönd- inni. Tveir syntir menn voru stað- settir í hverjum þessara smábáta. Annar þeirra bar svartan poka, en hinn hamar. Sæist sjónpípa kafbóts á haffletinum, átti litli báturinn að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.