Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 87
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
85
sigla eins nálægt henni og mögu-
legt var. Síðan áttu sundmennirnir
að stinga sér og grípa um sjónpíp-
una. Annar maðurinn átti að skella
svarta pokanum yfir hana, en hinn
átti að reyna að brjóta sjónpípu-
glerið með hamrinum. Onnur „stór-
fengleg“ hugmynd var einnig bor-
in fram. Þjálfa skyldi máva til þess
að drita á sjónpípur kafbáta. Og
um stundarsakir var afskekkt horn
í höfn einni í Dorset þakið gervi-
sjónpípum og dritandi mávum.
Churchill var að vísu hrifinn af
óvenjulegum aðferðum, en samt
varð hann einna fyrstur til þess að
gera sér grein fyrir því, að þver-
girðingar, svartir pokar og mávar
voru ekki affæasælar varnarráð-
stafanir gegn kafbátum. Þess í stað
kom hann fram með snjallt og læ-
víslegt herkænskubragð. f sjálfs-
ævisögu þeirri, sem fjallar um fyrri
heimsstyrjöldina, „Heimshættunni",
komst hann svo að orði: „Her-
kænskubragð, sem veldur því, að
bandamaður komi á vettvang, er
alveg eins nothæft og herkænsku-
bragð, sem leiðir af sér sigur í
mikilli orrustu.“
Það helzta vandamál, sem Brezka
flotamálaráðuneytið varð að glíma
við, var sú staðreynd, að eina meiri
háttar flotaveldið, sem tók ekki enn
þátt í hernaðarátökunum, var
Bandaríkin, en þau urðu jafnframt
sífellt lífsnauðsynlegri dag frá degi
sem auðug uppspretta hvers kyns
birgða. Og því hófst stöðugur
straumur herskárra skipana Flota-
málaráðuneytisins til brezkra kaup-
skipa í október 1914. í þeim var
skipstjórum þeirra leyft að gera
árásir á þýzka kafbáta, ef þeir álitu
slíkt gerlegt, annaðhvort með byss-
um, ef þær voru fyrir hendi, eða
með því að sigla á þá, ef þau hefðu
engar byssur.
Hann lýsir þessu herkænsku-
bragði á eftirfarandi hátt í „Heims-
hættunni“: „Þýzkir kafbátar neðan-
sjávar urðu að treysta sífellt meira
á neðansjávarárásir, og áttu því
fremur á hættu en áður að fara
skipavillt og álíta hlutlaus skip vera
brezk og drekkja þannig áhöfnum
hlutlausra skipa og stofna þannig
til átaka milli Þýzkalands og ann-
arra stórvelda."
Flotamálaráðuneytið vildi gjarn-
an stuðla að slíkum mistökum, og
því ráðlagði það öllum brezkum
skipum, að málað skyldi yfir heiti
skrásetningarhafnar og að fáni hlut
lauss ríkis skyldi dreginn að húni
á hafinu umhverfis Bretland. í skip
unum af þessu tagi, sem sendar
voru Cunard-gufuskipafélaginu, get
ur að líta þessa handskrifuðu at-
hugasemd: „Látið það berast, að
fáni sá, sem nota skal, sé sá banda-
ríski“.
Yfirmönnum skipa brezka flotans
var einnig skipað að meðhöndla
áhafnir hertekinna kafbáta sem af-
brotamenn og neita þeim um rétt-
indi herfanga. Gerðar voru áætl-
anir í september árið 1914 um
notkun „leyniskipa“ eða svokall-
aðra ,,Q-skipa“. Þar var um að ræða
kaupskip, sem virtust vera óvopn-
uð, en voru með dulbúin vopn.
Áhafnir þeirra voru úr flotanum,
en voru klæddar borgaralegum bún
ingum. í febrúar árið 1915 hafði
Churchill samþykkt þessa stefnu,