Úrval - 01.01.1974, Page 92
90
ÚRVAL
hvort tilkynningin væri raunveru-
lega frá því. Fréttaritstjórinn viidi
ógjarnan, að keppinautar hans
stælu þessari hugsanlegu rosafrétt
frá honum, og því hringdi hann á
fréttastofuna United Press og bað
hana um að tilkynna öllum þeim
dagblöðum, sem fengju fréttir frá
fréttastofunni, að Utanríkisráðu-
neytið hefði haft samband við New
York Sun og skipað svo fyrir, að
ekkert blað mætti birta nokkra
auglýsingu frá nokkru sendiráði
stríðsaðilja án leyfis Utanríkisráðu-
neytisins eða lögfræðinga þess. Af
þeim 50 dagblöðum, sem Viereck
hafði upphaflega valið, var það að-
eins dagblaðið „Register“ í Des
Moines í Iowafylki, sem birti aug-
lýsingu þessa þ. 23. apríl.
Meðan á þessu stóð, varð auglýs-
ing þessi mikið umræðuefni meðal
bandarískra blaðamanna. Brezkur
flotafulltrúi frétti af auglýsingunni
þ. 21. apríl og sendi njósnadeild
Flotamálaráðuneytisins í Lundún-
um textann í skeyti. Því var yfir-
mönnum strandvarnaeftirlitsins í
Dover og einnig í Liverpool Dar.t-
mouth og Queenstown (sem nú
heitir Cobh) á suðurströnd ,írlands
send aðvörun um, að búast mætti
við kafbátaárásum á mjög stór
flutningaskip. Jafnframt var hvatt
til sérstakrar árvekni. Þegar hér
var komið sögu, var Lusitanía á
leiðinni til New York.
Einhvern veginn frétti Þýzka
flotamálaráðuneytið um þetta allt
saman, og það sendi fyrirskipun til
þriggja kafbáta úr þriðju kafbáta-
flotadeildinni um að leggja af stað
og „bíða komu stórra enskra her-
flutningaskipa, sem koma munu frá
vestur- og suðurströnd Englands.“
George Viereck eyddi mánudeg-
inum 26. apríl í Washington. Hann
spurðist fyrir um það í Utanríkis-
ráðuneytinu, hvers vegna auglýsing
hans hefði ekki verið birt. Að síð-
ustu tókst honum að ná tali af Bry-
an utanríkisráðherra. Viereck benti
Bryan á það, að Lusitanía hefði
flutt hergögn í öllum sínum ferð-
um að einni undanskilinni, eftir að
styrjöldin hófst. Hann sagðist vita,
að þar væri um lögleg kaup og
sölu að ræða, ef hún færi fram
milli einstaklinga, en það væri enn
bannað að flytja slíkan varning út
og hann ætti það á hættu að vera
gerður upptækur á hafi úti. Hann
skýrði frá því, að Bretum hefði
tekizt að dulbúa þennan hergagna-
flutning með því að uppgötva
smugu í reglugerðinni um starf-
semi hafnarinnar í New York, þ. e.
að þeim væri leyfilegt að gefa út
hluta farmskrár þar sem hvergi
væri minnzt á hergögn, og útbúa
síðan viðbótarfarmskrár með ná-
kvæmari upplýsingum, 4—5 dögum
eftir að skipið væri farið burt. Vie-
reck bætti því við, að tollstjórinn
í New York vissi vel um þessat
blekkingar, en léti slíkt við gang-
ast, af því að hann væri mjög ákaf-
ur stuðningsmaður Breta.
Viereck sýndi Bryan nú afrit af
þessum viðbótarfarmskrám, sem
hver og einn gat skoðað í skrif-
stofu tollstjórans. En það var enn
þýðingarmeira, að hann tilkynnti
Bryan, að það ætti að senda hvorki
meira né minna en 6 milljón skot-
færahleðslur með Lusitaníu næsta