Úrval - 01.01.1974, Page 95
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
93
skeyti, að þau hefðu alveg fyllt
framlestirnar og þar að auki alla
ganga á F-þilfari.
Á meðal þess varnings, sem
geymdur var á E-þilfari, voru 280
stórir pokar og 33 kassar af ósút-
uðum loðskinnum, sem send voru
af manni, sem sannazt hefur á, að
var handbendi Breta. Þetta var
gjaldþrota Bandaríkjamaður, sem
lifði á alls konar klækjum. Þetta
var dularfullur varningur í hæsta
máta. Þrennt bendir til þess, að
þarna hafi ekki verið um loðskinn
að ræða. í fyrsta lagi var varn-
ingurinn vátryggður fyrir 150.000
dollara, en samt var vátryggingar-
félagið aldrei krafið um neinar
tjónabætur. f öðru lagi sýna send-
ingarplöggin, að varningurinn kom
frá bænum Hopewell í Virginíu-
fylki. Þar eru engar loðskinna-
geymslur, en aftur á móti útibú frá
fyrirtækinu E. I. du Pont de Ne-
mours & Co., einum hinna meiri
háttar vopnaframleiðenda. Og í
þriðja lagi var sendingin stíluð á
baðmullarfyrirtæki í Liverpool, en
plögg þess sýna, að það átti aldrei
nein viðskipti við sendanda vör-
unnar, hafði aldrei verzlað með
loðskinn og flutti þar að auki alls
engan varning inn af neinu tagi
árið 1915.
í rökkurbyrjun þ. 30. apríl, þeg-
ar næstum var lokið við að ferma
Lusitaníu, var 200 tonnum af við-
bótarvarningi umskipað yfir í Lusi-
taníu úr öðru skipi. A. m. k. hluti
þess varnings var skotfæri. The
Remington Union Metallic Cart-
ridge Co. skrifaði bréf til umboðs-
manns síns og bað hann um að láta
skipa 2000 kössum af skotum fyrir
byssur með .303 hlaupvídd um borð
í „Margréti drottningu“. Síðar
fannst fest við þetta bréf kvittun
frá Cunard-gufuskipafélaginu fyrir
kassa þessa, og á kvittuninni hafði
nafnið „Margrét drottning“ verið
strikað út, en nafnið „Lusitanía“
verið skrifað þess í stað.
Lokið var algerlega við að ferma
Lusitaníu rétt eftir klukkan 9 að
kvöldi þ. 30. apríl. Farmskírteinið
var upp á 24 þéttskrifaðar síður.
En umsóknin um leyfi til þess að
halda úr höfn var skráð á annað
farmskírteini, sem var aðeins ein
blaðsíða, og voru þar aðeins skráð-
ar nokkrar vandlega valdar vöru-
tegundir af öllum farminum. Leyfi
þetta fékkst alveg sjálfkrafa.
„ER NOKKUR H.F.TTA Á
FERÐUM?"
Klukkan 8 næsta morgun stóðu
tveir af lögregluvörðum Lusitaníu
sinn hvorum megin við aðalland-
göngubrúna ásamt ýmsum af skip-
verjum. Blaðamenn og fréttakvik-
myndatökumenn slógust í hóp far-
þeganna á hafnarbakkanum. Þriðji
stýrimaður hélt, að einhver mjög
fræg persóna væri í þann veginn
að stíga á skipsfjöl, og hvíslaði að
skipsgjaldkeranum, sem stóð við
hlið honum: „Hvaða tignarpersóna
ætlar með okkur?“
Gjaldkerinn svaraði í hinum ein-
kennandi fyrirlitningartón skips-
gjaldkera og hótelstjóra: „Með
okkur ætlar ekki neitt tignarfólk,
bara peningafólk.“
Ástæðan fyrir nærveru blaða-
mannanna kom í ljós, þegar einn