Úrval - 01.01.1974, Síða 95

Úrval - 01.01.1974, Síða 95
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 93 skeyti, að þau hefðu alveg fyllt framlestirnar og þar að auki alla ganga á F-þilfari. Á meðal þess varnings, sem geymdur var á E-þilfari, voru 280 stórir pokar og 33 kassar af ósút- uðum loðskinnum, sem send voru af manni, sem sannazt hefur á, að var handbendi Breta. Þetta var gjaldþrota Bandaríkjamaður, sem lifði á alls konar klækjum. Þetta var dularfullur varningur í hæsta máta. Þrennt bendir til þess, að þarna hafi ekki verið um loðskinn að ræða. í fyrsta lagi var varn- ingurinn vátryggður fyrir 150.000 dollara, en samt var vátryggingar- félagið aldrei krafið um neinar tjónabætur. f öðru lagi sýna send- ingarplöggin, að varningurinn kom frá bænum Hopewell í Virginíu- fylki. Þar eru engar loðskinna- geymslur, en aftur á móti útibú frá fyrirtækinu E. I. du Pont de Ne- mours & Co., einum hinna meiri háttar vopnaframleiðenda. Og í þriðja lagi var sendingin stíluð á baðmullarfyrirtæki í Liverpool, en plögg þess sýna, að það átti aldrei nein viðskipti við sendanda vör- unnar, hafði aldrei verzlað með loðskinn og flutti þar að auki alls engan varning inn af neinu tagi árið 1915. í rökkurbyrjun þ. 30. apríl, þeg- ar næstum var lokið við að ferma Lusitaníu, var 200 tonnum af við- bótarvarningi umskipað yfir í Lusi- taníu úr öðru skipi. A. m. k. hluti þess varnings var skotfæri. The Remington Union Metallic Cart- ridge Co. skrifaði bréf til umboðs- manns síns og bað hann um að láta skipa 2000 kössum af skotum fyrir byssur með .303 hlaupvídd um borð í „Margréti drottningu“. Síðar fannst fest við þetta bréf kvittun frá Cunard-gufuskipafélaginu fyrir kassa þessa, og á kvittuninni hafði nafnið „Margrét drottning“ verið strikað út, en nafnið „Lusitanía“ verið skrifað þess í stað. Lokið var algerlega við að ferma Lusitaníu rétt eftir klukkan 9 að kvöldi þ. 30. apríl. Farmskírteinið var upp á 24 þéttskrifaðar síður. En umsóknin um leyfi til þess að halda úr höfn var skráð á annað farmskírteini, sem var aðeins ein blaðsíða, og voru þar aðeins skráð- ar nokkrar vandlega valdar vöru- tegundir af öllum farminum. Leyfi þetta fékkst alveg sjálfkrafa. „ER NOKKUR H.F.TTA Á FERÐUM?" Klukkan 8 næsta morgun stóðu tveir af lögregluvörðum Lusitaníu sinn hvorum megin við aðalland- göngubrúna ásamt ýmsum af skip- verjum. Blaðamenn og fréttakvik- myndatökumenn slógust í hóp far- þeganna á hafnarbakkanum. Þriðji stýrimaður hélt, að einhver mjög fræg persóna væri í þann veginn að stíga á skipsfjöl, og hvíslaði að skipsgjaldkeranum, sem stóð við hlið honum: „Hvaða tignarpersóna ætlar með okkur?“ Gjaldkerinn svaraði í hinum ein- kennandi fyrirlitningartón skips- gjaldkera og hótelstjóra: „Með okkur ætlar ekki neitt tignarfólk, bara peningafólk.“ Ástæðan fyrir nærveru blaða- mannanna kom í ljós, þegar einn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.