Úrval - 01.01.1974, Side 98

Úrval - 01.01.1974, Side 98
96 TJRVAL U-30 upp á yfirborðið rétt fyrir framan skipin þrjú og skipaði þess- ari litlu skipalest að stanza. Fáni brezka flotans blakti við hún á Fil- ey, og því áleit skipstjóri þýzka kafbátsins, að olíuskipið væri einn- ig brezkt. Þegar Filey gerði tilraun til þess að sigla á hann, stakk hann sér í flýti og skaut síðan tundur- skeyti að Gulflight. Það olli aðeins minni háttar skemmdum. En tveir af áhöfn olíuskipsins voru gripnir ofsahræðslu, köstuðu sér fyrir borð og drukknuðu. Síðar um nóttina fékk skipstjóri Gulflight síðan hjartaáfall, sem reyndist banvænt. Þetta var í annað skipti, sem bandarískir þegnar höfðu látið líf- ið vegna árása þýzkra kafbáta. Og í fréttunum af atburði þessum, sem birtar voru í Bretlandi og Banda- ríkjunum, var skýrt frá því, að þarna hefði verið um ástæðulausa morðárás sjóræningja að ræða. Því fór eins og við mátti búast, að Lan- sing afhenti Bryan orðsendingu þess efnis, að Bandaríkin hefðu nú ver- ið neydd fram á yztu nöf, hvað snerti samskipti þeirra og Þýzka- lands. Hann hvatti til tafarlausra og kröftugra mótmæla. Nú hafði verið lokið við að leggja kveikju- þráðinn, sem kveikt var síðan í, þegar Lusitanía sigldi inn á þetta sama svæði. FURÐULEG ÁKVÖRÐUN Klukkan 8 f. h. þ. 5. maí voru þeir Churehill flotamálaráðherra og John Fisher lávarður, æðsti aðmír- áll flotans, komnir á vettvang í Flotamálaráðuneytinu. Atorka og kraftur þessara tveggja sterku og snjöllu manna hafði reynzt vera helzti hvati Flotamálaráðuneytisins og starfsemi þess. En nú var sam- starf þeirra orðið stirðara en áður. Churchill mat hlutverk sitt á óhefð bundinn hátt, og hann lét sér ekki nægja að láta atvinnusjómönnum um daglegar flotaaðgerðir eins og Fisher lávarður gerði. Kraftur hans og framsýni hafði bætt mjög starf- semi Flotamálaráðuneytisins. En ýmsum var meinilla við aðgerðir hans, og hann hafði fengið á sig orð fyrir óábyrga afskiptasemi. Staða flotamálaráðherra hafði fyrst í stað freistað hans vegna möguleikans á persónulegri upp- hefð og dýrð, sem hann eygði þar. En nú hafði hann gert sér grein fyrir því, að styrjöldin hafði breytzt í keppni um úthald og að flotinn gegndi að mestu leyti óvirku hlut- verki í þeim átökum. Því var hann farinn að leita að tækifæri til þess að losna úr þessari stöðu á viður- kvæmilegan hátt, helzt á þann hátt að taka að sér meiri háttar yfir- mannsstöðu á sjálfum vígstöðvun- um. í því skyni hafði hann lagt áherzlu á‘ sterk persónuleg tengsl við Sir John French yfirhershöfð- ingja, yfirmann brezka herliðsins í Frakklandi, en slíkt gerði nauðsyn- legt, að hann færi oft í óopinber- ar heimsóknir til aðalbækistöðva yfirhershöfðingjans. Undirmenn Churchills töluðu illkvittnislega um þessar heimsóknir Churchills sín á milli sem „ferðirnar til frönsku ástmeyjarinnar11. (French-ástmeyj- arinnar). Er hér var komið sögu, hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.