Úrval - 01.01.1974, Side 99
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
97
hið stöðuga álag styrjaldarinnar og
ýmissa atburða og aðstæðna, sem
henni voru tengd, og hinar eilífu
deilur vegna ófara brezka flotans
á Dardanellasundi haft mjög slæm
áhrif á Fisher. Þess sáust nú auk-
in merki, að þessi 74 ára gamli að-
míráll væri nú tekinn að missa
dómgreind sína í vaxandi mæli, ef
hann gæti þá talizt lengur með
fullkomlega réttu ráði. Clementine
Churchill hafði einmitt um þessar
mundir reynt að fá eiginmann sinn
ofan af því að fara til Frakklands.
Hún hafði sagt við hann, að hinn
aldni aðmíráll þyldi ekki lengur
þetta álag. Fisher var því þreyttur
þennan morgun í Flotamálaráðu-
neytinu, og Churchill var annars
hugar. Hann þurfti að ná í lest til
Parísar. Umræður þeirra voru því
stuttar, og ákvarðanirnar, sem
teknar voru, voru óviturlegar.
Eitt þeirra mála, sem var á dag-
skrá hjá þeim þennan dag, snerti
aðgerðir þýzkra kafbáta. Nú var
það orðið augljóst, að þýzkir kaf-
bátar voru farnir að sigla norður
fyrir Skotland og þaðan suður með
vesturströnd írlands. Flotamála-
ráðuneytið hafði hingað til álitið,
að þeir kæmust ekki svo langa
vegalengd án þess að leita hafnar
í leiðinni og að þeir kæmust ekki
á hafsvæðið við vesturströnd Bret-
landseyja án þess að sigla þangað
í gegnum Ermarsund. Því var ekki
lögð eins mikil áherzla á kafbáta-
varnir á þeim slóðum, og nokkur
eftirlitsskipanna, sem þar voru not-
uð, voru varnarlítil eða varnarlaus
gagnvart árásum kafbáta. Það yrði
því að gera breytingar á staðsetn-
ingu þeirra, ætti að reynast unnt
að komast hjá öðrum Bacchante-
harmleik.
Churchill, Fisher og nokkrir
starfsmanna þeirra héldu nú niður
í stóra „aðgerðasalinn" í Flota-
málaráðuneytinu til þess að rann-
saka vígstöðuna og allar aðstæður
betur. Einn veggur þessa salar var
(og er enn) þakinn 20x30 feta stóru
heimskorti. Inn á þetta kort var
merkt núverandi staðsetning næst-
um allra skipa í flotum Þjóðverja
og Bandamanna, og þar að auki
mikilvægra kaupskipa. (Mánuðum
saman hafði Upplýsingaþjónusta
brezka flotans getað ráðið allflest-
ar leyniorðsendingar þýzka flot-
ans og með hjálp niðurstöðva sinna
fundið hnattstöðu skipanna, sem
höfðu sent þær).
Churchill varð að ganga úr
skugga um, að Fisher vissi nákvæm
lega, hvað væri að gerast, meðan
hann sjálfur væri fjarverandi. Fish-
er kærði sig ekki um þá ábyrgð.
Hann ávítaði Churchill fyrir að
fara burt. Fisher, sem hafði komið
til starfa í dögun, var því fremur
ólundarlegur, meðan hann hlustaði
á ákvarðanir flotamálaráðherrans,
sem var 35 árum yngri en hann
og var nú að venju að kenna hon-
um, hvernig stjórna bæri flota, sem
ætti í ófriði.
Henry Oliver, varasjóliðsforingi,
yfirmaður Herstjórnarráðs flotans,
útskýrði fyrir þeim hvert átaka-
svæðið á fætur öðru. Þegar hann
kom að hafinu við vesturströnd
Bretlands, vakti hann athygli þeirra
á því, að U-30, sem væri nú stadd-
ur talsvert fyrir norðan írland, væri