Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 99

Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 99
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 97 hið stöðuga álag styrjaldarinnar og ýmissa atburða og aðstæðna, sem henni voru tengd, og hinar eilífu deilur vegna ófara brezka flotans á Dardanellasundi haft mjög slæm áhrif á Fisher. Þess sáust nú auk- in merki, að þessi 74 ára gamli að- míráll væri nú tekinn að missa dómgreind sína í vaxandi mæli, ef hann gæti þá talizt lengur með fullkomlega réttu ráði. Clementine Churchill hafði einmitt um þessar mundir reynt að fá eiginmann sinn ofan af því að fara til Frakklands. Hún hafði sagt við hann, að hinn aldni aðmíráll þyldi ekki lengur þetta álag. Fisher var því þreyttur þennan morgun í Flotamálaráðu- neytinu, og Churchill var annars hugar. Hann þurfti að ná í lest til Parísar. Umræður þeirra voru því stuttar, og ákvarðanirnar, sem teknar voru, voru óviturlegar. Eitt þeirra mála, sem var á dag- skrá hjá þeim þennan dag, snerti aðgerðir þýzkra kafbáta. Nú var það orðið augljóst, að þýzkir kaf- bátar voru farnir að sigla norður fyrir Skotland og þaðan suður með vesturströnd írlands. Flotamála- ráðuneytið hafði hingað til álitið, að þeir kæmust ekki svo langa vegalengd án þess að leita hafnar í leiðinni og að þeir kæmust ekki á hafsvæðið við vesturströnd Bret- landseyja án þess að sigla þangað í gegnum Ermarsund. Því var ekki lögð eins mikil áherzla á kafbáta- varnir á þeim slóðum, og nokkur eftirlitsskipanna, sem þar voru not- uð, voru varnarlítil eða varnarlaus gagnvart árásum kafbáta. Það yrði því að gera breytingar á staðsetn- ingu þeirra, ætti að reynast unnt að komast hjá öðrum Bacchante- harmleik. Churchill, Fisher og nokkrir starfsmanna þeirra héldu nú niður í stóra „aðgerðasalinn" í Flota- málaráðuneytinu til þess að rann- saka vígstöðuna og allar aðstæður betur. Einn veggur þessa salar var (og er enn) þakinn 20x30 feta stóru heimskorti. Inn á þetta kort var merkt núverandi staðsetning næst- um allra skipa í flotum Þjóðverja og Bandamanna, og þar að auki mikilvægra kaupskipa. (Mánuðum saman hafði Upplýsingaþjónusta brezka flotans getað ráðið allflest- ar leyniorðsendingar þýzka flot- ans og með hjálp niðurstöðva sinna fundið hnattstöðu skipanna, sem höfðu sent þær). Churchill varð að ganga úr skugga um, að Fisher vissi nákvæm lega, hvað væri að gerast, meðan hann sjálfur væri fjarverandi. Fish- er kærði sig ekki um þá ábyrgð. Hann ávítaði Churchill fyrir að fara burt. Fisher, sem hafði komið til starfa í dögun, var því fremur ólundarlegur, meðan hann hlustaði á ákvarðanir flotamálaráðherrans, sem var 35 árum yngri en hann og var nú að venju að kenna hon- um, hvernig stjórna bæri flota, sem ætti í ófriði. Henry Oliver, varasjóliðsforingi, yfirmaður Herstjórnarráðs flotans, útskýrði fyrir þeim hvert átaka- svæðið á fætur öðru. Þegar hann kom að hafinu við vesturströnd Bretlands, vakti hann athygli þeirra á því, að U-30, sem væri nú stadd- ur talsvert fyrir norðan írland, væri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.