Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 103

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 103
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 101 svæðið á morgun, munum við vera örugg í umsjá Hins konunglega flota." ÖRLAGARÍKIR FUNDIR Turner var staddur í brúnni í dögun næsta morgun, föstudaginn 7. maí. Skyggnið var aðeins tæpir 30 metrar. Hann hægði ferð skips- ins niður í 15 hnúta og lét setja þokulúðurinn í gang. Nú var Juno statt um 100 mílur austur af Lusi- taníu og sigldi í átt til Queenstown. U-20 var nú staddur á yfirborði sjávar 120 mílum framundan Lusi- taníu. Schwieger kafbátsstjóri stóð í útsýnisturninum, á meðan verið var að hlaða rafgeymana. Hann var umluktur þéttri þoku. Hefði þok- unni ekki létt um það leyti, sem lokið yrði við að hlaða rafgeym- ana, ætlaði hann að halda áleiðis heim til Þýzkalands. Klukkan 11 f. h. stakk U-20 sér. eftir að Schwieger hafði komið auga á eitt af eftirlitsskipum Cokes rétt fyrir utan hafnarmynnið i Queenstown. Hann ákvað að vera í kafi fram að hádegi, en sigla þá upp undir yfirborðið og skyggnast þá um með hjálp sjónpipunnar. Nú létti þokunni í vestri, og Turner jók hraða Lusitaníu úr 15 upp í 18 hnúta. Hann svipaðist áhyggjuful1- ur um og rýndi í sjóndeildarhring- inn í leit að Juno. En hann kom ekki auga á neitt skip. írlands- strönd var enn sem óljós rák við sjóndeildarhring. og hann skipaði svo fyrir, að vikið skvldi svoUtið frá fvrirfram ákveðinni stefnu skipsins, þannig að það sigldi um mílu nær landi en gert hafði verið ráð fyrir, svo að hann gæti geng- ið úr skugga um, hver nákvæm hnattstaða skipsins væri. í aðalbækistöðvum sínum í Queenstown rannsakaði Coke vara- sjóliðsforingi eftirlitssvæði sitt og allar áætlanir þar að lútandi gaum- gæfilega. Hann varð sífellt áhyggju fyllri. Hann gekk úr skugga um fjölda þeirra eftirlitsskipa, sem hann hafði nú tiltæk á næstu slóð- um, og nákvæma staðsetningu þeirra. Hann komst að því, að í aðstoðareftirlitsskipasveitinni voru 13 fiskibátar, þrír vélbátar og þrjár skemmtisnekkjur, og var floti þessi dreifður um næstum 200 mílna svæði. Eitt þessara skipa, Scadaun að nafni, var að fylgja aðstoða1-- dráttarbátnum Hellespont frá svæð- inu við Fastnetklett til hafnar í Queenstown. Hellespont hafði þá sérstöðu meðal flestra eftirlitsskipa, að í því var sendi- og móttökustöð. Coke ákvað að láta losa dráttarbát- inn frá Scadaun og senda Scadaun síðan af stað til þess að leita að kafbátum á svæðinu milli Fastnet- kletts og Queenstown. Hann hélt því fram síðar, að um klukkan 11 f. h. hefði hann talað við Flotamálaráðuneytið. Það eru ekki til nein skrásett gögn um það, hvað hann sagði í þessu samtali. En Coke hefur lýst yfir því, að hann hafði beðið um leyfi til þess að láta Lusitaníu breyta stefnu sinni. en hann hafi ekki getað fengið endan- lega ákvörðun í því efni. Hellespont var aðstoðardráttar- bátur úr kaupskipaflotanum og hafði því svipaða aðstöðu og Lusi- anía. Bæði þessi skip höfðu því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.