Úrval - 01.01.1974, Síða 108
106
ÚRVAL
horfs væri í honum, og reynt að
koma einhverri skipan á þá ring-
ulreið, sem ríkti þar augsýnilega.
Þegar hann var á leiðinni upp,
gerði hann sér snögglega grein fyr-
ir því, að slagsíða skipsins mundi
hindra það, að hægt yrði að láta
bátinn síga beint niður í sjóinn,
heldur mundi báturinn, sem var
þeg'ar fullur af farþegum, sveifl-
ast inn á við í áttina að þilfarinu,
strax og slakað væri á keðjunni.
(Þetta var seguldúksklædd keðja,
sem tengdi saman brún þilfarsins
og bátslunninguna innanverða. Hún
átti að draga úr sveiflu bátsins út
á við og verða eins konar högg-
deyfir milli báts og skipshliðar).
Bestic hrópaði til mannanna og
skipaði þeim að ýta bátnum út á
við, svo að hann rækist ekki í skips-
hliðina á niðurleiðinni. En um leið
og hendur voru teygðar út til þess
að framkvæma þessa skipun, heyrði
Bestic smell, þegar einhver lamdi
burt pinnann, sem hélt keðjunni.
Bátur nr. 2 steyptist þá tafarlaust
inn á við og skall ofan á farþeg-
ana, sem sátu í gúmbátnum beint
fyrir neðan. Síðan runnu báðir bát-
arnir fram eftir hallandi þilfarinu
í áttina til stefnisins og ýttu á und-
an sér farþegum, sem á þilfarinu
voru. og klemmdu þá upp við brú-
aryfirbygginguna. Trébátarnir vógu
hver um sig 5 tonn óhlaðnir.
Bestic var ákveðinn í að koma i
veg fyrir, að þetta óhapp endur-
tæki sig, og því klöngraðist hann
upp eftir öðrum arminum, sem hélt
uppi bát nr. 4. En hann var of
seinn. Bátur nr. 4 skall líka niður
á þilfarið og rann svo beint á brak-
ið úr bát nr. 2. Bestic grét af hjálp-
arvana reiði og reyndi að brjóta sér
leið að bát nr. 6, sem Anderson liðs-
foringi var að reyna að tæma, svo
að hægt yrði að koma honum út
yfir borðstokk skipsins. En jafnóð-
um og fólk yfirgaf bátinn, klöngr-
uðust aðrir upp í hanri. Og bátar
nr. 6, 8 og 10 hlutu sömu örlög og
bátar nr. 2 og nr. 4. Bestic horfði
hjálparvana á þetta gerast. Það var
líkt og ofboðslegur hvirfilvindur
hefði geisað um staðinn, þar sem
björgunarbátarnir voru geymdir.
Brotnir bátarnir lágu hver ofan á
öðrum og farþegunum. Og þessi
hryllilega þvaga rann lengra fram
á, eftir því sem stefni skipsins sökk
dýpra.
Anderson tókst að koma nokk-
urri skipan á hlutina, hvað snerti
bát nr. 12. Honum tókst að tæma
bátinn, láta ýta honum út yfir skips
hliðina og ferma hann að nýju, og
síðan byrjaði hann að láta harin
síga. Nú var slagsíðan á Lusitaníu
næstum 20 gráður. Síðan minnti á
brekku, og upp úr henni stóðu
hnoðnaglar með nokkurra þuml-
unga millibili. Anderson gerði sér
grein fyrir því, að neðri brúnirnar
á plönkunum í bátunum mundu
festast á nöglunum og naglarnir
mundu þannig tæta bátana í sund-
ur. Hann hrópaði því til þeirra, sem
voru í bát nr. 12, að þeir skvldu
nota árarnar sem höggdeyfa á milli
hnoðnaglanna og bátshliðarinnar.
Nokkrir menn í bátnum kölluðu til
Anderson og sögðust skilja fyrir-
skipunina. Og bátur nr. 12 hélt
áfram að renna niður með skips-
hliðinni.