Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 108

Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 108
106 ÚRVAL horfs væri í honum, og reynt að koma einhverri skipan á þá ring- ulreið, sem ríkti þar augsýnilega. Þegar hann var á leiðinni upp, gerði hann sér snögglega grein fyr- ir því, að slagsíða skipsins mundi hindra það, að hægt yrði að láta bátinn síga beint niður í sjóinn, heldur mundi báturinn, sem var þeg'ar fullur af farþegum, sveifl- ast inn á við í áttina að þilfarinu, strax og slakað væri á keðjunni. (Þetta var seguldúksklædd keðja, sem tengdi saman brún þilfarsins og bátslunninguna innanverða. Hún átti að draga úr sveiflu bátsins út á við og verða eins konar högg- deyfir milli báts og skipshliðar). Bestic hrópaði til mannanna og skipaði þeim að ýta bátnum út á við, svo að hann rækist ekki í skips- hliðina á niðurleiðinni. En um leið og hendur voru teygðar út til þess að framkvæma þessa skipun, heyrði Bestic smell, þegar einhver lamdi burt pinnann, sem hélt keðjunni. Bátur nr. 2 steyptist þá tafarlaust inn á við og skall ofan á farþeg- ana, sem sátu í gúmbátnum beint fyrir neðan. Síðan runnu báðir bát- arnir fram eftir hallandi þilfarinu í áttina til stefnisins og ýttu á und- an sér farþegum, sem á þilfarinu voru. og klemmdu þá upp við brú- aryfirbygginguna. Trébátarnir vógu hver um sig 5 tonn óhlaðnir. Bestic var ákveðinn í að koma i veg fyrir, að þetta óhapp endur- tæki sig, og því klöngraðist hann upp eftir öðrum arminum, sem hélt uppi bát nr. 4. En hann var of seinn. Bátur nr. 4 skall líka niður á þilfarið og rann svo beint á brak- ið úr bát nr. 2. Bestic grét af hjálp- arvana reiði og reyndi að brjóta sér leið að bát nr. 6, sem Anderson liðs- foringi var að reyna að tæma, svo að hægt yrði að koma honum út yfir borðstokk skipsins. En jafnóð- um og fólk yfirgaf bátinn, klöngr- uðust aðrir upp í hanri. Og bátar nr. 6, 8 og 10 hlutu sömu örlög og bátar nr. 2 og nr. 4. Bestic horfði hjálparvana á þetta gerast. Það var líkt og ofboðslegur hvirfilvindur hefði geisað um staðinn, þar sem björgunarbátarnir voru geymdir. Brotnir bátarnir lágu hver ofan á öðrum og farþegunum. Og þessi hryllilega þvaga rann lengra fram á, eftir því sem stefni skipsins sökk dýpra. Anderson tókst að koma nokk- urri skipan á hlutina, hvað snerti bát nr. 12. Honum tókst að tæma bátinn, láta ýta honum út yfir skips hliðina og ferma hann að nýju, og síðan byrjaði hann að láta harin síga. Nú var slagsíðan á Lusitaníu næstum 20 gráður. Síðan minnti á brekku, og upp úr henni stóðu hnoðnaglar með nokkurra þuml- unga millibili. Anderson gerði sér grein fyrir því, að neðri brúnirnar á plönkunum í bátunum mundu festast á nöglunum og naglarnir mundu þannig tæta bátana í sund- ur. Hann hrópaði því til þeirra, sem voru í bát nr. 12, að þeir skvldu nota árarnar sem höggdeyfa á milli hnoðnaglanna og bátshliðarinnar. Nokkrir menn í bátnum kölluðu til Anderson og sögðust skilja fyrir- skipunina. Og bátur nr. 12 hélt áfram að renna niður með skips- hliðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.