Úrval - 01.01.1974, Page 109

Úrval - 01.01.1974, Page 109
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 107 En þegar hann var kominn í sömu hæð og næsta þilfar fyrir neðan, byrjaði hann að sveiflast inn á við. Farþegar á þilfarinu reyndu að klöngrast upp í bátinn, en þeir, sem í bátnum voru, ýttu þeim frá. Ein- hver hrópaði til mannanna fyrir of- an, sem stjórnuðu för bátsins, að þeir skyldu „láta hann síga“. Þeir menn sáust ekki lengur, og þeir sáu ekki heldur til bátsins. Einn mannanna missti stjórn á aðgerð- um sínum, og skuturinn á bát nr. 12 hrapaði harkalega niður, svo að allir þeir, sem í bátnum voru, köst- uðust í sjóinn. Báturinn hékk sem snöggvast í stefnisreipinu. En svo slitnaði það, og hann rann niður eftir hnoðnöglunum og skall ofan á farþegana í sjónum. Nr. 14 féll síðan beint niður á brakið af bát nr. 12 og sökk hægt. Nú var orðið ógerlegt að ýta þeim bátum, sem eftir voru, yfir skips- lunninguna, en samt reyndu menn allt hvað af tók að gera það. Sjór- inn fikraði sig stöðugt upp eftir þeim, meðan á þessu bjástri stóð, og hrakti þá æ hærra í áttina til skutsins. Stjórnborðsmegin sveifluðust bát- arnir heil 6 fet út frá skipslunn- ingunni eða svo langt, að það var erfitt og hættulegt að reyna að kiöngrast upp í þá. Og þegar slak- að var á keðjunum, jókst þetta bil upp í 10 fet. Þilfarinu hallaði í áttina að sjávaryfirborðinu, og því áttu menn þeir, sem stjórnuðu sjó- setningu bátanna, erfitt með að ná nægilega góðu taki. Samt sem áður tókst að koma flestum bátunum þeim megin á flot. Einn skemmd- ist að vísu af braki, serp þeyttist í hann við sprengingarnar. Og far- þegarnir köstuðust í sjóinn úr ein- um þeirra. En Lusitanía togaði tvo þeirra niður á hafsbotn með sér. Þeim hefur líklega verið haldið fast af óleystum tenglskeðjum. Það tókst að láta bát nr. 13 síga heilu og höldnu niður í sjó með 61 farþega innanborðs og einnig bát nr. 80, sem í voru rúmlega 80 far- þegar. Bátur nr. 1 var þarna á floti alveg tómur, og þá var helmingur- inn af farþegunum í bát nr. 15 lát- inn fara yfir í hann. Síðan var báðum bátunum róið í áttina til skipsins til þess að bjarga syndandi ,fólki úr sjónum. Meðan á þessu stóð, hékk bátur nr. 18 enn í örmunum bakborðs- megin, fullur af farþegum. Háseti stóð á lunningunni með exi í hendi, reiðubúinn að höggva á kaðlana, um leið og báturinn snerti hafflöt- inn. En einn farþeganna, Isac Leh- mann frá New Yorkborg, vissi ekk- ert um þetta. Lehmann skýrði síðar frá þessu óhappi á þessa leið, og greina mátti á máli hans, að þetta hafði tekið geysilega á hann: „Ég hljóp inn í káetuna mína á D-þilfari til þess að ná í björgunarbeltið mitt, en þá var einhver búinn að taka það. Ég veit ekki, hvað kom yfir mig, en ég greip skammbyssuna mína og æddi með hana upp á A-þilfar. Ég stóð þarna uppi á einum gúmbjörg- unarbátunum og spurði, hvers vegna björgunarbáturinn uppi yfir hinum væri ekki látinn síga niður. Háseti með exi í hendinni svaraði þá: „Fyrirskipanir skipstjórans.“ Ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.