Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 109
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
107
En þegar hann var kominn í sömu
hæð og næsta þilfar fyrir neðan,
byrjaði hann að sveiflast inn á við.
Farþegar á þilfarinu reyndu að
klöngrast upp í bátinn, en þeir, sem
í bátnum voru, ýttu þeim frá. Ein-
hver hrópaði til mannanna fyrir of-
an, sem stjórnuðu för bátsins, að
þeir skyldu „láta hann síga“. Þeir
menn sáust ekki lengur, og þeir
sáu ekki heldur til bátsins. Einn
mannanna missti stjórn á aðgerð-
um sínum, og skuturinn á bát nr.
12 hrapaði harkalega niður, svo að
allir þeir, sem í bátnum voru, köst-
uðust í sjóinn. Báturinn hékk sem
snöggvast í stefnisreipinu. En svo
slitnaði það, og hann rann niður
eftir hnoðnöglunum og skall ofan
á farþegana í sjónum.
Nr. 14 féll síðan beint niður á
brakið af bát nr. 12 og sökk hægt.
Nú var orðið ógerlegt að ýta þeim
bátum, sem eftir voru, yfir skips-
lunninguna, en samt reyndu menn
allt hvað af tók að gera það. Sjór-
inn fikraði sig stöðugt upp eftir
þeim, meðan á þessu bjástri stóð,
og hrakti þá æ hærra í áttina til
skutsins.
Stjórnborðsmegin sveifluðust bát-
arnir heil 6 fet út frá skipslunn-
ingunni eða svo langt, að það var
erfitt og hættulegt að reyna að
kiöngrast upp í þá. Og þegar slak-
að var á keðjunum, jókst þetta bil
upp í 10 fet. Þilfarinu hallaði í
áttina að sjávaryfirborðinu, og því
áttu menn þeir, sem stjórnuðu sjó-
setningu bátanna, erfitt með að ná
nægilega góðu taki. Samt sem áður
tókst að koma flestum bátunum
þeim megin á flot. Einn skemmd-
ist að vísu af braki, serp þeyttist í
hann við sprengingarnar. Og far-
þegarnir köstuðust í sjóinn úr ein-
um þeirra. En Lusitanía togaði tvo
þeirra niður á hafsbotn með sér.
Þeim hefur líklega verið haldið
fast af óleystum tenglskeðjum.
Það tókst að láta bát nr. 13 síga
heilu og höldnu niður í sjó með 61
farþega innanborðs og einnig bát
nr. 80, sem í voru rúmlega 80 far-
þegar. Bátur nr. 1 var þarna á floti
alveg tómur, og þá var helmingur-
inn af farþegunum í bát nr. 15 lát-
inn fara yfir í hann. Síðan var
báðum bátunum róið í áttina til
skipsins til þess að bjarga syndandi
,fólki úr sjónum.
Meðan á þessu stóð, hékk bátur
nr. 18 enn í örmunum bakborðs-
megin, fullur af farþegum. Háseti
stóð á lunningunni með exi í hendi,
reiðubúinn að höggva á kaðlana,
um leið og báturinn snerti hafflöt-
inn. En einn farþeganna, Isac Leh-
mann frá New Yorkborg, vissi ekk-
ert um þetta.
Lehmann skýrði síðar frá þessu
óhappi á þessa leið, og greina mátti
á máli hans, að þetta hafði tekið
geysilega á hann: „Ég hljóp inn í
káetuna mína á D-þilfari til þess
að ná í björgunarbeltið mitt, en þá
var einhver búinn að taka það. Ég
veit ekki, hvað kom yfir mig, en
ég greip skammbyssuna mína og
æddi með hana upp á A-þilfar. Ég
stóð þarna uppi á einum gúmbjörg-
unarbátunum og spurði, hvers
vegna björgunarbáturinn uppi yfir
hinum væri ekki látinn síga niður.
Háseti með exi í hendinni svaraði
þá: „Fyrirskipanir skipstjórans.“ Ég