Úrval - 01.01.1974, Síða 110

Úrval - 01.01.1974, Síða 110
108 ÚRVAL svaraði þá: „Til andskotans með skipstjórann! Sérðu ekki, að við erum að sökkva? Láttu þennan bát síga, eða ég skýt þig til bana.“ Og að því mæltu miðaði ég skamm- byssunni minni á hann.“ Hásetinn hlýddi. Báturinn, sem var troðfullur af fólki, féll ofan á gúmbjörgunarbátinn fyrir neðan, og svo fór eins um hann og hina bátana, að hann rann niður eftir þilfarinu, sem hallaði mjög mikið, og ruddi sér um leið braut í gegn- um hóp farþega, sem voru að berj- ast við að komast upp eftir þilfar- inu. Lehmann sá a. m. k. 30 far- þega kremjast til bana rétt hjá sér, og hann stórslasaðist á öðrum fæt- inum. Þetta gerðist, rétt áður en skipið sökk alveg. Og á næsta augnabliki svamlaði Lehmann í sjónum. Hann minnist þess að hafa þá heyrt „hræðilega kveinstafi" allt í kringum sig. „HVERS VEGNA ÆTTI MAÐUR AÐ ÓTTAST DAUÐANN?" Aðeins 6 af 48 björgunarbátum Lusitaníu voru nú á floti innan um brakið. Sjórinn var alveg kyrr, og það sást ekkert björgunarskip neins staðar. Bestic var hissa á því, hve hlýr sjórinn var. Eftir hinar örvæntingarfullu til- raunir sínar til þess að sjósetja björgunarbátana bakborðsmegin, hafði hann farið inn í hinn mikla móttökusal skipsins, þar sem enn stóðu allmargir farþegar af fyrsta farrými. Þeir virtust ekkert áhyggjufullir yfir því, að þeir áttu aðeins nokkrar sekúndur til stefnu til þess að reyna að bjarga lífinu. Alfred Vanderbilt milljónamæring- ur og hinn frægi leikhússtjóri, Charles Frohman, voru að binda björgunarbelti utan um nokkrar körfur, sem mörg smábarnanna um borð höfðu fengið sér lúr í að há- degisverði loknum í barnaherbergi skipsins. (Þar eð barnaherbergið var beint undir brúnni, komust ým- ist foreldrar ekki þangað til þess að ná í börn sín, eftir að tundur- skeytið hæfði skipið). Bestic reyndi að fá mennina til þess að gera sér grein fyrir hættunni, sem þeir voru í, en Vanderbilt yppti bara öxlum við aðvörunum hans. Það er sagt, að Frohman hafi komizt svo að orði, þegar sjórinn hækkaði allt umhverfis þá: „Hvers vegna ætti maður að óttast dauðann? Hann er fegursta ævintýri lífsins.“ Sterkur straumur bar Bestic síð- an út um dyrnar, yfir lunninguna og útbyrðis. Þar sem hann lá á bak- inu í miðju brakinu, heyrði hann grát ungbarnanna í tágakörfunum, sem flutu þarna í kringum hann. Björgunarbeltunum hafði verið hnýtt utan um körfurnar í miklum flýti, og því þoldu þær ekki ólg- una, sem myndaðist, þegar skipið sökk til botns fyrir neðan þær. Smám saman þagnaði gráturinn, og að lokum var Bestic einn. Hann gat ekki gleymt því, hversu hryllilega hafði til tekizt með björg unarbátana. Og minningin um þess ar 18 mínútur var honum næstum óbærileg allt til. æviloka, en hann dó árið 1969. Um klukkan 2.15 e. h. heyrðist neyðarkall Lusitaníu til Queens-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.