Úrval - 01.01.1974, Síða 112
110
Bandaríski sendiherrann í Lund-
únum hætti ekki við mikið kvöld-
verðarboð, sem hann hafði boðað
til. Hann fékk ekki fyrstu tilkynn-
ingu um tölu látinna, fyrr en gest-
irnir voru byrjaðir að koma til
veizlunnar. í tilkynningunni var
skýrt frá því, að næstum 1000
manns hefði farizt, þar á meðal 100
Bandaríkjamenn a. m. k. Veizlan
var samt haldin, eins og ráðgert
hafði verið. En það ríkti óhugnan-
legt andrúmsloft í henni. Menn
gerðu yfirleitt ráð fyrir því, að
Bandaríkjamenn mundu nú fara í
stríð. Það var sameiginleg skoðun
flestra bandarískra blaða og einn-
ig bandarískra sendiherra í Berlín
og Brússel, sem hófu þegar undir-
búning að lokun sendiráða sinna
án þess að bíða eftir slíkum fyrir-
skipunum.
Wilson forseta var skýrt frá frétt
unum skömmu eftir ríkisstjórnar-
fundinn. Og næsta dag skipaði
Bryan Lansing að rannsaka, hvers
konar farmur hefði verið um borð
í Lusitaníu. Um hádegið hafði hann
fengið sundurliðaða skýrslu þess
efnis frá tollyfirvöldunum, að
„næstum allur farmurinn hefði ver
ið stríðsbannvara", og á listanum
var mikið magn af skotfærum. Þeir
Lansing og Wilson gerðu sér grein
fyrir því, að yrði það opinbert, að
rúmlega 100 bandarískir þegnar
höfðu týnt lífi vegna hinnar frjáls-
legu túlkunar ríkisstjórnarinnar á
hlutleysi Bandaríkjanna, mundu
stjórnmálalegar afleiðingar þeirrar
vitneskju verða svo hroðalegar fyr-
ir þá, að þeir ættu enga framtíð
TJRVAL
fyrir sér sem embættis- og stjórn-
málamenn.
Dagblöðin á Austurströndinni
voru mjög herská og kröfðust styrj-
aldar við Þýzkaland. En Wilson lét
samt ekki verða af því að slíta
stjórnmálasambandinu við Þýzka-
land, heldur sagði hann: „Það er
stundum um slíkt að ræða, að mað-
ur getur verið of stoltur til þess að
berjast." Hann hlaut óblíða gagn-
rýni fyrir þessi orð sín. í Englandi
voru Bandaríkin og forseti þeirra
álitin stjórnast af heigulshætti.
Hvenær sem nafn „Ameríku" var
nefnt þar í leikhúsunum, byrjuðu
áhorfendur að baula og hrópa. í
Flanders fengu ósprungnar eða
ónýtar sprengjur brátt viðurnefnið
„Wilson“. Ein afleiðing þessara við-
bragða var sú, að þegar ríkisstjórn
Wilsons kom saman að morgni dags
þ. 11. maí til þess að ræða orðalag
mótmælaorðsendingar til Þýzka-
lands, var það augljóst öllum við-
stöddum, að hún yrði að vera mjög
harðorð, a. m. k. með hliðsjón af
stjórnmálalegum viðbrögðum innan
Bandaríkjanna.
Því var sannleikanum leynt og
harðorð mótmælaorðsending til
Þýzkalands samin í flýti. Þar gat
enn á nýjan leik að líta orðatil-
tækið „að svara óþyrmilega til
saka“. Og þar var lögð áherzla á
það, að Lusitanía hefði verið
„óvopnað". Þegar Þjóðverjar báru
fram þá gagnásökun, að Lusitanía
hefði flutt skotfæri og annan bann-
varning, svöruðu forsetinn og Lan-
sing: „Hin keisaralega þýzka ríkis-
stjórn hefur fengið rangar upplýs-
ingar.“ Bryan neitaði að skrifa