Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 112

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 112
110 Bandaríski sendiherrann í Lund- únum hætti ekki við mikið kvöld- verðarboð, sem hann hafði boðað til. Hann fékk ekki fyrstu tilkynn- ingu um tölu látinna, fyrr en gest- irnir voru byrjaðir að koma til veizlunnar. í tilkynningunni var skýrt frá því, að næstum 1000 manns hefði farizt, þar á meðal 100 Bandaríkjamenn a. m. k. Veizlan var samt haldin, eins og ráðgert hafði verið. En það ríkti óhugnan- legt andrúmsloft í henni. Menn gerðu yfirleitt ráð fyrir því, að Bandaríkjamenn mundu nú fara í stríð. Það var sameiginleg skoðun flestra bandarískra blaða og einn- ig bandarískra sendiherra í Berlín og Brússel, sem hófu þegar undir- búning að lokun sendiráða sinna án þess að bíða eftir slíkum fyrir- skipunum. Wilson forseta var skýrt frá frétt unum skömmu eftir ríkisstjórnar- fundinn. Og næsta dag skipaði Bryan Lansing að rannsaka, hvers konar farmur hefði verið um borð í Lusitaníu. Um hádegið hafði hann fengið sundurliðaða skýrslu þess efnis frá tollyfirvöldunum, að „næstum allur farmurinn hefði ver ið stríðsbannvara", og á listanum var mikið magn af skotfærum. Þeir Lansing og Wilson gerðu sér grein fyrir því, að yrði það opinbert, að rúmlega 100 bandarískir þegnar höfðu týnt lífi vegna hinnar frjáls- legu túlkunar ríkisstjórnarinnar á hlutleysi Bandaríkjanna, mundu stjórnmálalegar afleiðingar þeirrar vitneskju verða svo hroðalegar fyr- ir þá, að þeir ættu enga framtíð TJRVAL fyrir sér sem embættis- og stjórn- málamenn. Dagblöðin á Austurströndinni voru mjög herská og kröfðust styrj- aldar við Þýzkaland. En Wilson lét samt ekki verða af því að slíta stjórnmálasambandinu við Þýzka- land, heldur sagði hann: „Það er stundum um slíkt að ræða, að mað- ur getur verið of stoltur til þess að berjast." Hann hlaut óblíða gagn- rýni fyrir þessi orð sín. í Englandi voru Bandaríkin og forseti þeirra álitin stjórnast af heigulshætti. Hvenær sem nafn „Ameríku" var nefnt þar í leikhúsunum, byrjuðu áhorfendur að baula og hrópa. í Flanders fengu ósprungnar eða ónýtar sprengjur brátt viðurnefnið „Wilson“. Ein afleiðing þessara við- bragða var sú, að þegar ríkisstjórn Wilsons kom saman að morgni dags þ. 11. maí til þess að ræða orðalag mótmælaorðsendingar til Þýzka- lands, var það augljóst öllum við- stöddum, að hún yrði að vera mjög harðorð, a. m. k. með hliðsjón af stjórnmálalegum viðbrögðum innan Bandaríkjanna. Því var sannleikanum leynt og harðorð mótmælaorðsending til Þýzkalands samin í flýti. Þar gat enn á nýjan leik að líta orðatil- tækið „að svara óþyrmilega til saka“. Og þar var lögð áherzla á það, að Lusitanía hefði verið „óvopnað". Þegar Þjóðverjar báru fram þá gagnásökun, að Lusitanía hefði flutt skotfæri og annan bann- varning, svöruðu forsetinn og Lan- sing: „Hin keisaralega þýzka ríkis- stjórn hefur fengið rangar upplýs- ingar.“ Bryan neitaði að skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.