Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 113
111
undir þessa orðsendingu, og hann
sagði af sér, þegar Wilson vildi
ekki taka tillit til mótmæla hans.
Bryan vonaði, að á þann hátt gæti
hann a. m. k. gefið almenningi vís-
bendingu um, hvað væri á seyði.
Flotamálaráðuneytið vonaði líka
að geta leynt þeim ákvörðunum
sínum, sem höfðu stofnað skipinu
og farþegunum í hættu á hættu-
legum siglingaleiðum. Að harm-
leiknum loknum voru þeir Henry
Oliver aðmíráll, yfirmaður Flota-
herstjórnarráðsins, og Richard
Webb sjóliðsforingi, yfirmaður Við-
skiptadeildarinnar, önnum kafnir
alla nóttina og næstu helgi við að
semja hverja orðsendinguna á fæt-
ur annarri. í einni þeirra var Coke
varasjóliðsforingi beðinn um að
„tryggja það, að lík, sem valin yrðu
vegna hinnar opinberu líkskoðun-
ar, væru ekki af fólki, sem hefði
skaddazt og látizt af orsökum, sem
við óskum ekki eftir, að verði
ljóstrað upp um opinberlega."
Það var enginn tími til viðeig-
andi lögfræðilegra aðgerða, og því
var strax tryggt samþykki fyrir
opinberri rannsókn á vegum Við-
skiptamálaráðuneytisins. Sam-
kvæmt brezkum lögum var þannig
hægt að múlbinda dagblöðin á
áhrifaríkan hátt og stöðva vanga-
veltur þeirra um orsök slyssins.
(Blaðamenn voru þegar teknir að
minnast á síðari sprenginguna og
birta yfirlýsingar farþega um, að
í farminum hefðu verið skotfæril.
Þegar Oliver hafði gefið Church-
ill viðeigandi merki, unnu þeir
Oliver og Webb að því að útbúa
skýrslu, sem átti að verða tilbúin
fyrir hann, þegar hann sneri heim.
Sú skýrsla er í hæsta máta athygl-
isverð, vegna þess að þar er ýms-
um atriðum stungið viljandi undir
stól og einnig vegna þess, hversu
andsnúin hún er Turner, án þess
leynt sé farið með slíkt. í skýrsl-
unni nota þeir heppilega, ritskoð-
aða úrdrætti úr þeim tylftum mót-
sagnakenndra tilkynninga og fyrir-
mæla, sem út höfðu verið gefnar,
síðan styrjöldin hófst. Þeir ásökuðu
Turner um að hafa stöðugt óhlýðn-
ast skipunum og gáfu það jafnvel
í skyn, að „Þjóðverjarnir hefðu náð
tangarhaldi á honum.“
Fisher aðmíráll greip dauða-
haldi í þetta hálmstrá og l'agði
ofsalega áherzlu á síðastnefndu
dylgjurnar og bætti þessari athuga-
semd við á spássíu: „Algerlega á
sama máli.“ Churchill samþykkti
þessa skýrslu og bætti síðar við:
„Við munum ná okkur niður á
skipstjóranum alveg hlífðarlaust."
Mersey lávarður, hinn frægi mála
flutningsmaður, sem hafði stjórnað
rannsókn og réttarhöldum vegna
Titanicslyssins, stjórnaði einnig
þessari rannsókn. Hann fékk upp-
lýsingar sínar hjá yfirmönnum
Flotamálaráðuneytisins, og rann-
sókn hans tók aðeins til vandlega
valinna spurninga. Honum var
skýrt frá ætlunarverki hans alveg
umbúðalaust með þessum orðum:
„Það er álitið stjórnmálalega nauð-
synlegt, að skipstjóra Lusitaníu
verði mjög ákveðið kennt um þess-
ar ófarir.“
Það var ekkert minnzt á þá
staðreynd, að Juno, sem vænzt var,
að mundi fylgja Lusitaníu síðasta