Úrval - 01.01.1974, Síða 114
112
ÚRVAL
spölinn, hafði verið kallað burt.
Turner var sagður hafa óhlýðnazt
fyrirskipunum og hafa stofnað skipi
sínu í geysilega hættu með því að
sigla allt of nálægt ströndinni, eða
tæpum 10 mílum frá henni (skip-
inu var sökkt 12.2 mílum úti fyrir
ströndinni). Orðsendingunni, sem
hann hafði skoðað sem skipun um
að halda til hafnar í Queenstown,
var algerlega leynt. Tímasetningar
annarra orðsendinga og fyrirskip-
ana Flotamálaráðuneytisins voru
brenglaðar. Af þeim mörgu skip-
verjum og farþegum, sem vildu
bera vitni, voru aðeins nokkrir
valdir mjög vandlega úr þeim og
þeim leyft að bera vitni við réttar-
höldin. Og orðsending Bandaríkj-
anna til Þýzkalands var skoðuð sem
sönnun þess, að bandaríska stjórn-
in hefði „gætt þess í fyllsta máta,
að allt færi löglega fram“ og að
Lusitanía hefði verið „óvopnað" og
farmur þess eins saklaus og til-
kynnt hafði verið opinberlega.
Turner skipstjóri svaraði flestum
spurningum við réttarhöldin með
einsatkvæðisorðum. Hann átti nú
við óhamingju að stríða í einkalífi
sínu auk hins gífurlega álags vegna
skipskaðans og volksins, en þessi
sextugi maður hafði orðið að velkj-
ast í sjónum í 3 tíma samfleytt.
Rógsherferð hafði verið hafin gagn
vart honum. Á fyrsta degi réttar-
haldanna rétti herská kona honum
hvíta fjöður, merki hugleysingja.
Eiginkona hans veitti honum ekki
hinn minnsta stuðning. Hann tal-
aði reyndar aldrei við hana upp
frá því og sá aldrei syni sína að
réttarhöldunum loknum. Hverjar
svo sem hinar upprunalegu ástæð-
ur þessarar misklíðar hafa annars
verið, þá gerði þessi harmleikur
það að verkum, að það varð ekki
um neinar sættir að ræða upp frá
því.
Það má teljast kaldhæðni örlag-
anna, að Turner á það Mersey lá-
varði að þakka, að hann hélt nokk-
urn veginn velli í réttarhöldum
þessum. Sú mikla virðing', sem
Mersey lávarður bar fyrir enskum
lögum, kom í ljós á áhrifamikinn
hátt, rétt áður en réttarhöldunum
lauk, enda þótt slíkt væri í síðasta
lagi. Mersey gerði sér snögglega
grein fyrir því, að vissum plöggum
Flotamálaráðuneytisins, sem lögð
voru fram í málinu, bar alls ekki
saman. Hann teygði sig eftir skjala
bunka, sem lá fyrir framan aðmír-
ál einn, sem aðstoðaði hann við
yfirheyrslurnar. Á meðal þessara
plagga var frumdagbók loftskeyta-
stöðvarinnar í Valentia, en hún
hafði reyndar ekki verið lögð fram
í réttinum. Þar var það skráð, að
dulmálsorðsending hefði verið send
frá stöðinni til Lusitaníu klukkan
11.02 að morgni slysdagsins. Mer-
sey gerði sér grein fyrir því, að
Flotamálaráðuneytið var vísvitandi
að blekkja hann.
Hann lýsti því yfir að lokum, að
Turner hefði „sýnt góða dómgreind
í ákvörðunum sínum og að hann
áliti, að það ætti ekki að kenna
Turner um harmleik þennan.“ En
dómur sá, sem hann kvað upp, var
samt í aðalatriðum hliðhollur rík-
isstjórninni. Hann ávítaði farþega
einn, sem hélt því fram, að síðari
sprengingin hefði orðið vegna skot