Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 115
113
færafarms. Hann kvað upp þann
úrskurð, að öllum lúgum Lusitaníu
hefði verið lokað nægilega fljótt
og að það hefðu ekki orðið neinar
sprengingar aðrar en af völdum
tundurskeyta, en þau hefðu a. m.
k. verið tvö.
Tveim dögum síðar skrifaði Mer-
sey forsætisráðherranum embættis-
bréf, þar sem hann afsalaði sér
launum fyrir störf sín við réttar-
höldin og fór fram á það, „að mér
verði hér eftir hlíft við því að
kveða upp dóma og gæta þess, að
réttvísi Hans hátignar verði full-
nægt,“ eins og hann orðaði það.
Hann var hreinskilnari í orðum við
aðra, sem hann ræddi þetta mál
við. Hann á að hafa viðhaft þessi
orð við nokkra þá, sem stóðu hon-
um nærri: „Lusitaníumálið var
ógeðslegt mál.“
Það hefði mátt búast við því, að
plagg eitt hefði verið lagt fram við
réttarhöldin, en svo var reyndar
ekki, hvorki í Lundúnum né við
réttarhöld, sem voru haldin í mál-
inu í New York þrem árum síðar.
Þar á ég við frumfarmskírteini
Lusitaníu. Yfirtollstjóri New York-
borgar hafði gefið Wilson forseia
farmskírteini þetta. Wilson innsigl-
aði skjölin í umslag, sem hann
merkti svo þessum orðum: „Má að-
eins opnast af forseta Bandaríkj-
anna.“ Og síðan kom hann þeim
fyrir í skjalasafni Fjármálaráðu-
neytisins.
Þar lágu skjöl þessi þangað til
í janúar 1940, en þá voru tengsl
Bretlands og Bandaríkjanna næst-
um alveg þau sömu og í maímán-
uði 1915. Franklin D. Roosevelt
forseti, sem hafði verið aðstoðar-
flotamálaráðherra Bandaríkjanna
árið 1918, vissi um tilvist þessa
umslags. Og nú fór hann fram á,
að honum yrði fært umslagið. Eft-
ir að hann hafði opnað það og les-
ið innihald þess, lét hann binda
plöggin inn í leður og fékk bók-
inni stað í einkasafni flotaplagga,
sem hann átti persónulega, og þar
er það enn þá. Það er auðvitað af-
rit af hinu raunverulega frum-
farmskírteini, sem sökk með Lusi-
taníu.
Á þekkingarprófi, sem 16 ára umsækjandi um verksmiðjustarf
í Birmingham, Englandi, var gefið, var ein spurningin: „Ljúkið
við þessa setningu: „Því hraðar sem unnið er þeim mun minni
verður . . Hann hugsaði sig vel um og skrifaði síðan: „Eftir-
vinnan".
The Daily Telegraph.
Sum réttindi eru þess virði að deyja fyrir. Aðalbrautarréttindi
eru ekki ein þeirra.
Chicago Tribune.