Úrval - 01.01.1974, Page 124
122
Hér skal nú greint frá hvers
vegna.
Lög uni umhverfismál síðasta
áratug hafa tiltölulega lítið verið
til hagsbóta einmitt því, sem þau
ættu að biarga — landinu sjálfu.
Þau hafa svo að segja eingöngu
fjallað um mengun.
Þau hafa varla komið í neinu við
þá 73.7 hundraðshluta hinna 48
ríkja, sem einstaklingar ráða yfir.
Og einmitt þar ræður hin skamm
sýna hentistefna, sem ógnar þessum
nær þrem fjórðu hlutum lands,
hraðast og mest í umhverfismálum
framtíðarinnar.
Og hvernig er bá meðferðin á
þessum einkaeignum í landinu?
Fyrst er þá að huga að því, sem
nefnt hefur verið „annað heimili",
,,faraldurinn“ fræga. Um það segir
öldungadeildarþingmaðurinn Gay-
lord Nelson:
„Það er orðin u.opspretta óstjórn-
ar á eignum og aðstöðu".
Spákaupmenn og ,,spekúlantar“
kaupa fjallaheiðar, strandleng.iur
og auðnir fvrir 20—30 dali hektar-
ann. 1650--2500 krónur, hrúga þar
upp vegum. sem þeir nefna „mögu-
leika til íramleiðslu og þróunar“,
auglýsa siðan um allar jarðir og
selja svo þúsundir dala hverja
ekru.
Oft hafa svona verið seld „lifandi
svæði“. Landið er orðið gróðafvrir-
tæki eins og sojabaunaverksmiðjur.
Nú munu vera um 10 þúsund slíkra
landseljenda á þönum um öll Banda
ríkin.
Þeir hvoma í sig og selja eftir
gömlu mati fimm milljarða dala
ÚRVAL
virði óunnins lands (rúmlega 400
milljarðar króna).
SKÝJABORGIR
Eitt hið versta, sem þetta hefur
í för með sér, er jarðvegseyðing.
Moldin skolast brott. Rannsóknar-
deild, sem athugar slíkar fram-
kvæmdir í Kaliforníu, þar sem veg
um er rutt upp í skóglendi, telur
að uppblástur og landeyðing auk-
ist 2000 sinnum.
Mestan skaða orsakar „landsölu-
stefnan“ á stöðum þar sem upp-
moksturinn liggur óhreyfður árum
saman og leðjan atast um allt á
leið niður hlíðarnar.
En í auðnum og eyðimörkum
nær uppblásturinn alveg völdum, í
sandstorrni og rykmekki.
Þessi eyðing nær til alls lands-
ins. A Cape Cod, hinu mikla eyði-
svæði óbyggðar og ósnortins lands
á Martha's Vineyard ströndinni,
má heita að öllu hafi verið um-
rótað af þessum ,,second-home“
„agentum". sem mætti kannski
kalla „sumarbústaðakappa“ á ís-
lenzku.
í nýlegri könnun, sem gerð var
í Kaliforníu, kom í ljós að þessi
landsölugræðgi hafði náð undir sig
allri strandlengju ríkisins, nema 25
hundraðshlutum.
Svo að segja hvar sem flogið er
yfir auðnir landsins má sjá úr 20
þúsund íeta hæð, hve sárin eftir
jarðvegsbyltingar landsölumanna
eru stórkostleg.
Á strjálbýlu svæði í Costillahér-
aði í Colorado við landamæri Nýju
Merico hefur 450 fermílna svæði