Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 127
125
„HLJOÐ BYLTING“ A HAWAII
margar bjöllur hringja, hvenær eða
hvar. Það verður byggð samstæða
fyrir skrifstofur í austurborginni,
og ári síðar verður að veita vatni
til þúsunda salerna í vesturborg-
inni.
Landnotkunaráætlunin er hvorki
meira né minna en tilraun til skipu
lagningar á því, hvar bjöllurnar
hringja og hvenær skolað er niður
úr salernunum.
Sem dæmi þess, hvernig slíkt
verkar má benda á Adirondock-
garðinn, geysilegt landflæmi að
mestu óskipulagt og frjálst í upp-
runalegu ástandi, helmingi stærra
en Yellowstone Park hinn frægi
þjóðgarður Bandaríkjanna. Þessi
Adirondock-garður er í norðaust-
urhorni New Yorkríkis.
Rétt fyrir 1970 var fullgerður
milliríkjavegur meðfram austur-
mörkum þessa svæðis, árið 1971 var
land þetta undirlagt alls konar jarð-
raski landsölubraskara úr öllum
áttum, sem streymdu að.
Fyrstu tvær áætlanir þeirra
hefðu bætt 16 þúsund húsastæðum
— „sumarbústöðum" — við íbúa-
fjöldann, sem nam 123 þúsundum.
En nú er allt stöðvað og ákveðið
í Adirondock.
Árið 1973 eða nú síðastliðinn vet-
ur, voru ákveðnar reglur settar um
framkvæmdir í héraðinu í náinni
framtíð. Þessar reglur og áætlan-
ir eru byggðar á ráðleggingum allra
þeirra sérfræðinga, sem hugsazt
getur að þarna komi til skjalanna.
Jarðfræoingar, fiskeldisfræðingar,
vatneldisfræðingar, búfræðingar,
skógfræðingar og skógræktarmenn
koma þar við sögu
Kort yfir allt svæðið var skjót-
lega gert, skyggt og mælt til að
sýna, hvað bezt hæfði á hverjum
stað með tilliti til jarð- og land-
gæða, þróun og ræktun útreiknað
fyrirfram og allt verndað gegn
hugsanlegum ágangi og eyðilegg-
ingu. Jarðvegsrannsóknir hafa far-
ið fram til að skera úr um, hvað
mætti rækta eða byggja á hverj-
um stað. Halli mældur í hliðum til
athugunar fyrir væntanlegar fram-
kvæmdir.
Hver bifurtjörn og arnarhreiður,
hvert fljót og slétta, hvert sögulegt
aðsetur, hver veiðislóð og vatns-
fall hefur verið mælt og athugað.
Áætlunin stöðvar engan vöxt né
þróun, íbúatalan getur tífaldazt,
heldur er nákvæmlega bent á, hvað
bezt hæfir. Ólíklegt þykir, að neitt
svipað geti hent í Adirondaek og
það sem nú er orðið í Summithér-
aði.
Hvernig munu nýju lögin verka
á einstaka landeigendur?
Þótt einmitt þetta valdi mestum
áhyggjum gagnvart landnytjafrum-
varpinu, má nú þegar fullyrða að
það snertir lítið eigendur sinna
heimalanda.
Til dæmis í Vermont snerta lög-
in ekki aðra en þá, sem hyggjast
reisa tíu húsasamstæður eða meira.
f Florida komu aðeins 250 hús
til álita. Þeir, sem helzt gætu orð-
ið fyrir barðinu á nýju lögunum,
eru stórframleiðendur. En jafnvel
þar eru áhrifin lítil. Örfáir verða
að draga saman seglin, en allt er
í lagi hjá öðrum.
f Vermont verða húsbyggjendur
að sækja um leyfi til héraðsnefnda