Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 128
126
ríkisins, sem eiga að sjá um land-
vernd.
Þessar nefndir dæma umsóknir
út frá tíu atriðum:
Eyðing, vatnsbirgðir, mengun,
umferðaröryggi og fleira sam-
kvæmt áætlun landnotkunarlaga
ríkisins.
Sem dæmi um það, sem hindrað
hefur verið eða neitað um leyfi að
nokkru, má nefna, þegar óskir
komu um að mega byggja 160 húsa-
samstæður frá sumarbústaðaklíku í
Vermont.
Beiðnin var send í ágúst 1972.
Fimm mánuðum síðar — eftir fjór-
ar umræður og 30 stunda athugan-
ir — fékk umsækjandinn skilorðs-
bundið leyfi til framkvæmda.
Nokkur skilyrðanna voru þessi:
Hann varð að leggja ræsi um
stórt svæði og gera geyma fyrir
úrgang, gera skurði fyrir yfirborðs-
vatn, svo að það ekki blandaðist
skolpinu og byggja geymi til að
eiga alltaf nægan forða af fersku
vatni.
Ennfremur átti að gera veg, sem
yrði aðalbraut innan marka sam-
stæðunnar. Fá samþykki jarðvegs-
nefndar Sameinuðu þjóðanna við-
víkjandi lágmarki hugsanlegrar
mengunar, sem orðið gæti í fram-
kvæmd, ábyrgjast tryggingu fyrir
að allir skilmálar yrðu í heiðri;
hafðir.
En ári síðar hafði umsækjandi
enn þá ekki hafið neinar fram-
kvæmdir.
Sem sízt skal undrast hafa marg-
ir jarðakaupabraskarar í Vermont
hreinlega gefizt upp — en samt
ÚRVAL
sem áður þrífst spákaupmennskan
þar enn þá.
Jarðaverð hefur stigið um 25 af
hundraði árlega, og umsóknir halda
áfram að streyma inn.
Orsök þess er sú, að lögin eru
ábyrgum jarðabröskurum styrkur
að vissu leyti, með því að veita
bakhjarl svo að Vermont verði ekki
alveg úr leik í þessu tafli.
Þannig eru þau styrkur, bæði
peningalega og hvað biðtíma snert
ir í þeirri vissu, að sigurinn og
hagnaðurinn verður að lokum
þeirra.
Verður ekki ríkisáætlun að ríkis-
einokun?
„Það gæti farið svo. En það er
samt hið seinasta, sem við höldum
að komi fyrir,“ segir Fred Bossel-
man, ríkisrannsóknari frá Chicago
og sérfræðingur í öllum þessum
landnytjamálum, sem hefur átt þátt
í að semja frumvörp slíkra laga.
Undir þessari nýju lagasetningu
er reynt að sinna sérkennum hvers
landshluta eða ríkis eftir föngum,
og gerð eru. kort, og teiknaðir upp-
drættir af svæðum og samstæðum,
sem þykja þurfa sérstakra rann
sókna og athugana
Samt er sú staðreynd fyrir hendi,
að sú áætlun, sem líklega verður
mest notuð, styðst ekki við nein
slík kort eða landsuppdrætti, held-
ur er hún að 90 hundraðshlutum
algerlega í höndum heimamanna
þess fylkis, sem hún þjónar.
Sú áætlun er gerð af ALI — Am-
erican Law Institute, og tilheyrir
að miklu leyti hluta af Florida.
En ALI semur einmitt áætlanir,
sem snerta dýrmæt svæði hvar