Úrval - 01.08.1974, Page 30

Úrval - 01.08.1974, Page 30
28 URVAL menn og hugsa, þegar þeir búast til bardaga? Carl Beek í 82. deild flughersins minnis^; þess, að „Tommy Burk söng írskan uppreisnarsöng, og allir tóku undir. En stundum urðu dreng irnir svo hrærðir, að hægt var að heyra þá biðjast fyrir yfir dyn flugvélanna“. Ernest L. Gee liðþjálfi minnist þess, að stemningin í vélinni hans var rofin af Huth hermanni, sem af ókenndri snilli hermdi eftir Roosevelt forseta í föðurlandsástar- tón, þegar þýzkar flugvélar steyptu sér yfir þá og sagði: „Vinir mínir, ég segi ykkur aftur og aftur, að synir ykkar og synir mínir munu aldrei berjast á er- lendri grund“. Annars staðar voru menn áhyggju fullir út af orðrómi, sem þeir höfðu heyrt. Julien Rosemond kapteinn var hugsandi yfir útvarpsfréttum frá „Berlinartæfunni", sem þeir svo nefndu. Hún hafði gortað af því, þessi útvarpsstöð, iað Þ'jóðverjar biðu þess, að drengirnir lentu, þá hringdu kirkjuklukkur og innan ölrfárra mínútna yrðu þeir allir handteknir eða dauðir. Og þegar Rosemond stóð í dyr- um vélar sinnar lágt yfir litla, franska þorpinu Mére Eglise, heyrði hann glöggt klukknahljóm- inn í næturkyrrðinni.

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.