Úrval - 01.08.1974, Qupperneq 44
42
ÚRVAL
með latneskum glósum og frösum
úr kirkjusögu síðari tíma.
Kardinálinn áleit slíkt aðeins
þýðingarlítinn hluta hins almenna
prestsdóms. Hann ávarpaði þá á
prófdögum. Við vissum hann þjáð-
an, en við ræðuflutning sinn var
hann eins og óbifanlegur hlutur.
„Við göngum í gegnum ægilegt
tímabil í prestslegri köllun“, sagði
hann, „eins og ykkur er ljóst“.
„Ungur prestur sagði við mig:
„Yðar tign, ég hef týnt trú minni".
En ég sagði við hann:
„Með allri virðingu fyrir gáfum
yðar og hæfileikum, þá er ég viss
um, að við erum báðir of sljóir
til að týna trú okkar. Gáfnagarpar
eins og Marteinnn Lúther geta týnt
trú sinni. En þér og vér verðum
bara leiðir“.
Nemendur voru mjög hrifnir af
slíkri hæversku. Vissulega ættu
'ýkniss konar vandamál eftir að
mæta þeim til úrlausnar. En kard-
inálinn hafði yfirstigið öll stig
mælskufræðinnar.
Hann talaði um annað vandamál,
sem mundi oft verða á vegi þeirra,
en sjaldan rætt.
„Ég hef oft verið spurður af
mönnum, sem koma seint inn í
starf kirkjunnar eins og sumir ykk-
ar:
„Hvenær dvínar holdsfýsnin?
Hvenær kemur ró yfir mann? Eg
er nú 72 ára — og veit það hreint
ekki ennþá“.
Við tókum myndir af kardinál-
anum í heimsókn hjá eldri konum,
nokkurs konar elliheimili.
Hann kom þar inn úr dyrunum
með körfu fulla af smá flöskum,
fullum af whiskey, sem hann hafði
vafalaust fengið í heildsölu eða hjá
flugfélaginu.
Hann gekk um salinn og stanzaði
hjá hverri einustu af þessum smá-
vöxnu konum, rétti henni litla
flösku og sagði: „Hérna, góða mín,
ofboð lítið af lífsins vatni til að
hefja hátíðina".
Ein þessara kvenna þreifaði eftir
hönd hans og reyndi að kyssa hring
inn hans.
„Blessuð vertu ekki að kyssa
hringinn. Kysstu heldur kardinál-
ann sjálfan“.
Hann rak henni rembingskoss og
þau dönsuðu um gólfið.
Richard Cushing er fæddur í fjöl-
býlishúsi í Suður-Boston 1895.
Hann er annar í röðinni af fimm
börnum Mary og Patricks Cushing.
Faðir hans var jámsmiður og
vann alla sjö daga vikunnar fyrir
18 dölum á vagnasmiðjunni við
járnbrautarstöðina í Boston.
Móðir hans vann aðeins fyrir
tveim dölum á viku sem vinnukona
í eldhúsi, áður en hún giftist. Helzta
ástæðan fyrir því, að Richard fór
í guðfræðinám, var sú, að þar fékk
hann menntun og von um starf.
ÁN.