Úrval - 01.08.1974, Page 69
í LEIT AÐ UPPRUNA MÍNUM
67
Hann gekk af stað þangað og Kunta
elti hann, haltrandi í fóthlekkjum
sínum. Þegar þeir nálguðust akr-
ana, gat hann séð svarta menn, sem
voru að skera kornstöngla, en kon-
ur og yngri menn tíndu þá síðan
saman.
Hvítur maður reið í áttina til
þeirra á stóra hestinum sínum og
átti nokkur orðaskipti við Samson.
Samson tók nú upp langan, sterk-
legan hníf og skar með honum eina
tylft kornstöngla. Svo sneri hann
sér við og benti til Kunta til merk-
is um, að hann skyldi tína þá sam-
an. Hvíti maðurinn rak hest sinn
nær þeim með svipuna reiðubúna
til höggs. Kunta var haldinn ofsa-
bræði vegna getuleysis síns, en
hann beygði sig niður og byrjaði
að tína sman kornstönglana.
Næstu daga þvingaði Kunta sig
til þess að gera það, sem búizt var
við af honum. Hann var alveg svip-
brigðalaus, en hann tók samt vel
eftir öllu umhverfi sínu. Hann
komst að því, að hann var á stað,
sem kallaður var Spotsylvániu-
hreppur í Virginíu. Hvíta manninn,
sem hafði flutt hann hingað, köll-
uðu svertingjarnir „húsbónda“. í
stóra, hvíta húsinu, þar sem hús-
bóndinn bjó, var „kventoubob11,
sem kölluð var „húsmóðir". Kunta
hafði eitt sinn séð hana álengdar.
Hún var beinaber og á litinn eins
og magi á froski. Kunta frétti, að
það, sem ræktað var á ökrunum,
var kallað „korn“. Og þegar allir
stönglarnir höfðu verið skornir og
þeim staflað upp, þá fóru svert-
ingjarnir að tína stóra, kringlótta
ávexti, sem svertingjarnir kölluðu
„grasker".
En það, sem hann hafði mestan
áhuga á og skildi jafnframt minnst
í, var viðhorf hinna svertingjanna.
Á kvöldin settist Kunta rétt fyrir
innan dyragættina á kofanum sín-
um og teygði fæturna út um dyrn-
ar til þess að draga úr kvölinni,
sem fótjárnin ollu honum. En hitt
fullorðna fólkið tók sér þögult sæti
á tréstólum í kringum eld, sem log-
aði úti fyrir kofa gömlu eldabusk-
unnar. Þessi sýn vakti hjá honum
dapurlegar minningar um kvöld-
eldana heima í Juffure.
Venjulega tók konan, sem bjó til
matinn í stóra húsinu, fyrst til
máls. Hún hermdi eftir ýmsu, sem
húsbóndinn eða húsmóðirin höfðu
sagt. Og Kunta heyrði, að þau hin
áttu í stökustu vandræðum með
að gæta þess, að hlátrar þeirra bær-
ust ekki yfir til stóra, hvíta húss-
ins.
En síðan dró úr hlátrinum, og
svertingjarnir fóru nú að ræða um
ýmislegt sín á milli. Kunta heyrði
hjálparvana tón fangans í sumum
röddunum og beiska reiði í öðrum
röddum, jafnvel þótt hann vissi
ekki, hvað raddir þessar voru að
segja. Loks dó svo allt tal út, er ein
af konunum byrjaði ð syngja og
öll hin tóku undir. Kunta skildi
ekki orðin, en hann fann ákafan
dapurleikann, sem gegnsýrði lög-
in.
Þetta voru heiðnir svertingjar.
Þeir átu jafnvel kjötið af hinum
saurugu svínum. En samt var ým-
islegt í fari þeirra algerlega afrískt,