Úrval - 01.08.1974, Qupperneq 79

Úrval - 01.08.1974, Qupperneq 79
í LEIT AÐ UPPRUNA MÍNUM 77 hafði sérstakan áhuga á því fyrir- brigði, sem kallað var „frelsi“. Eftir því sem hann gat að því komizt hjá fiðluleikaranum, þýddi það, að maður hafði engan húsbónda, gerði það, sem manni sýndist, og gat far- ið hvert á landi sem maður vildi. En hann hugsaði mikið um það, hvaða ástæðu hvíta fólkið hafði til þess að tala um frelsi. Fréttirnar, sem vöktu mesta at- hygli, bárust síðla árs 1775, og voru þær þess efnis, að Dunmore lávarð- ur, ríkisstjóri Virginíunýlendunnar, hefði lýst yfir því, að þrælar þeir, sem væru reiðubúnir að starfa á skipum hans og hjálpa hvíta kóng- inum, skyldu fá frelsi. Skömmu seinna boðaði Waller húsbóndi Bell á sinn fund inni í dagstofunni. Hann las tvisvar upphátt klausu nokkra, sem stóð í dagblaðinu „Virginia Gazette". Síðan skipaði hann Bell að „lesa“ þetta fyrir þrælana og skýra þeim frá því, hvað það þýddi. í þessari klausu stóð, að Borgara- samkunda Virginíu hefði lýst yfir því, að „allir negrar eða aðrir þrælar, sem gerðu með sér sam- særi um uppreisn, yrðu teknir af lífi án þess að fá prestsþjónustu“. „Hvað þýðir þetta“? spurði einn vinnumaðurinn. Fiðluleikarinn svaraði þurrlega: „Það þýðir, að ef þú gerir uppreisn, þá kallar hvíta fólkið ekki á neinn prest, þegar það drepur þig“. Næsta sumar bárust enn athygl- isverðari fréttir, þegar Lúther kom heim úr ferð til bæjarins, sem hreppsnefndin hafði aðsetur í, og færði þeim þær fréttir, að „allt hvíta fólkið léti nú alveg eins og vitlaust, æpandi og hlæjandi út af einhverri Sj álfstæðisyfirlýsingu". Gamli garðyrkjumaðurinn hristi bara höfuðið. „Það er engin ástæða fyrir niggarana að æpa, hvernig sem þetta fer. Þetta er allt saman hvítt fólk, hvort sem það er í Eng- landi eða hér“. Árið 1778 færði Bell þeim þær fréttir, að þrælum væri lofað frelsi, ef þeir vildu ganga í herinn og gerast lúðurþeytarar eða frumherj- ar. Einhver spurði þá, hvað orðið „frumherjar" þýddi. Þá svaraði fiðluleikarinn: „Það þýðir að vera settur fremst og vera síðan drep- inn“! Og þegar Bell færði þeim þær fréttir síðar, að tvö fylki, Suður- Karólína og Georgia, vildu ekki leyfa þrælum að ganga í herinn, stóð ekki á svarinu hjá fiðluleik- aranum: „Það er það eina góða, sem ég hef nokkurn tíma heyrt um þessi fylki“. í maí árið 1781 bárust þeim þær furðulegu fréttir, að hermenn kon- ungs hefðu. komið ríðandi og eyði- lagt búgarð Thomasar Jefferson. Svo skýrði Lúther frá því, að her George Washington væri á leiðinni til þess að bjarga Virginíu. „Og það er heilmikið af niggurum í hernum hans“! bætti hann við. í október sama ár hóf enski hershöfðinginn Cornwallis sókn við Yorktown, og brátt bárust fréttir, sem fengu þrælana til þess að hrópa af hrifn- ingu: Cornwallis hafði gefizt upp. „Stríðið er búið! Frelsið er feng- ið“! sagði Bell við þau öll. „Hús- bóndinn segir, að nú verði friður“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.