Úrval - 01.08.1974, Side 90

Úrval - 01.08.1974, Side 90
88 URVAL Haleyætt nútímans heldur áfram að vera þverskurður af hinum sí- breytilegu viðhorfum og tækifær- um hinnar svörtu Ameríku. Faðir rithöfundarins Alex Haleys, Símon að nafni, vann fyrir sér sem þjónn í járnbrautarsvefnvögnum öðru hverju á árunum sem hann stund- aði nám við Landbúnaðar- og tækni háskóla Nodður-Karólínufylkis í Greensboro. Sumarið 1916 vann Símon Haley á leiðinni milli Buff- alo og Pittburgh. Þá kynntist hann farþega nokkrum, R. S. M. Boyce að nafni. Hann var hættur störfum fyrir aldurs sakir, en hafði verið framkvæmdastjóri hjá Curtis-út- gáfufyrirtækinu. Boyce lagði fram fé, sem gerði Haley fært að ljúka námi og hefja síðan framhaldsnám við Búnaðar- og lífsvísindadeild New Yorkfylkis við Cornellháskóla og ljúka þaðan meistaraprófi. Síðan kenndi Símon Haley við ýmsa litla negraskóla í Suðurríkjunum. Bertha, móðir Alex Haleys, var kennari. Hann á tvo bræður, Ge- orge W. Haley, sem er aðstoðarfor- stöðumaður Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, og Júlíus C. Haley, sem er arkitekt og starfar fyrir bandaríska flotann. Frá því að Alex Haley lét af störfum í Strandvarna- liði Bandaríkjanna, hefur hann starfað sem rithöfundur og notið sívaxandi vinsælda sem höfundur bóka, greina í tímaritum og kvik- myndahandrita. Hann og bræður hans hafa komið á laggirnar stofn- un einni í Washington, og ber hún nafnið Kintestofnunin. Markmið hennar er að stuðla að rannsóknum á menningararfleifð og uppruna bandarískra blökkumanna. Blindur píanósnillingur George Shearing að nafni er alltaf reiðu- búinn til að mæta hverju sem er, með brosi á vör. Að loknum hljómleikum nýlega í Chicago ávarpaði hann áheyr- endur á þessa leið: „Til að suka áhrifin, hvað mig snertir er ég fús að láta slökkva öll ljós“. Fyrrverandi forsætisráðherra ísraels nú nýlega látinn, Ben Gur- ion, ávarpaði þingið (Knessef) á skyrtunni einni saman að ofan- verðu og bindislaus. Þegar deild hans mótmælti, sagði hann Win- ston Churchill hafa gefið sér leyfi til þessa: „í síðustu heimsókn minni til Churchills í London vildi ég fara úr jakkanum og taka af mér hálsbindið. Hann stöðvaði mig þá og sagði: „Herra forsætisráðherra, betta getið þér aðeins gert í Jerúsalem“.

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.