Goðasteinn - 01.12.1964, Side 17

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 17
einnig haglendi, einkum fyrir ofan sveitina. Afréttur þeirra stór- skemmdist af öskufallinu úr Kötlu, en furðanlega greru þessi sár fljótt næstu árin á eftir. Fjárskaðinn og landspjöllin var mikið áfall fyrir sveitina í heild, og mörgum virtist ekki fýsilegt að búa þar áfram. Þrír bændur fluttu burtu vorið eftir gosið, Jón Sverrisson með sína stóru fjölskyldu, nema tvö börn, sem urðu eftir, Bjarni Pálsson og Helgi Brynjólfsson fluttu til Víkur og byggðu sér þar hús. Vorið 1920 fór Sverrir í Hraunbæ með fjöl- skyldu sína að Kerlingardal. Synir hans hófu þar búskap. Jarðir þessara manna byggðust aftur, en jörðin Skálmarbæjarhraun íór þá í eyði og hefur ekki byggzt síðan. Lýk ég svo hérmeð þessu spjalli um Álftaver og Álftveringa. Draumvísa Sigurveigu Einarsdóttur frá Jaðri í Þykkvabæ dreymdi, að þessi vísa var kveðin á glugga hjá henni: Skrifað getur sá gamli á gler, og gerum við það ei prísa. Skoðum nú, hvar frægur fer fram um alla ísa. Þetta var fyrirboði mikils norðanbyls, sem kom um lokaleytið. Hann var nefndur lokabylur. Þetta mun hafa verið um 1863. Magnús Magnússon á Bjalla í Landsveit, síðar bóndi á Laugar- vatni, var þá að byrja búskap. Hann reri í Höfninni (Þorlákshöfn) um veturinn. I bylnum missti hann 12 ær, loðnar og lembdar, í Bjallalæk, dró þær nýdauðar upp úr læknum, þegar hann kom heim. Sögn Guðna Einarssonar frá Strönd og Vigdísar Magnúsdóttur frá Laugar- vatni. Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.