Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 38
í stjórn þess um margra ára skeið. Örfaði hann unga menn til
dáða í orði og verki. Var þá efnt til málfunda og skrifað félags-
blað gert reglulega úr garði. Æskan átti föður og félaga, þar
sem Ólafur var.
Árið 1938 flutti Ólafur til Reykjavíkur og varð þar fyrst starfs-
maður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en síðar gerðist hann
umsjónarmaður í Miðbæjarbarnaskólanum og hélt því starfi til
hárrar elli. Er mörgum ungum Reykvíkingum hinn aldraði heið-
ursmaður minnisstæður frá þeim tíma.
Lengi sá ég Ólaf aðeins álengdar og duldist ekki, að þar fór
óvenju tiginn maður í sjón og raun. Hann var frábært snyrti-
menni í klæðaburði og að sama skapi fágaður í allri framgöngu,
vel á sig kominn að vallarsýn og bar sig allra manna bezt, hvar
sem hann sást. Bar Ólafur sannan hefðarbrag með sér til hinztu
stundar, því ellin veitti honum undra litlar búsifjar. Innri maður-
inn var áþekkur þeim ytra. Ólafur var orðvar og gætinn, heilráður
og góðgjarn, vinvandur og vinfastur. Hjá honum fór saman,
næmi og frábær dómgreind. Var gott að koma til hans að ræða
gömul kynni. Síðustu árin átti ég til hans margar göngur, er ég
kom til Reykjavíkur, og fór jafnan fróðari af fundi hans. Var
þó margur góður afii ódreginn að borði úr þeim minnissjó, er
leiðin lokaðist til hans.
Ólafur braut mörg mál til mergjar og var búinn bjartsýni og
lífsgleði, þótt alvara og stilling sætu fremur í fyrirrúmi. Hann
var trúmaður, og trú hans var björt og heið.
Að Ólafi er mikill sjónarsviptir, úr vinahópi og af götum
Reykjavíkur, sem hann prýddi um mörg ár. Vini átti hann
marga og góða, er reyndust honum vel allt til leiðarloka. Má
þar ekki hvað sízt nefna frú Þyrí Magnúsdóttur frá Steinum og
mann hennar Jón Einarsson. Vinakynnin veittu Ólafi mikla gleði
í ellinni. Sjálfur var hann vel kominn að öllum sóma. Orð var
á því gert, hve mikla rækt hann sýndi þeim fóstru sinni og
móður á ellidögum þeirra, er þeim var hjálpar vant, og aðrar
skyldur rækti hann ekki miður.
Ólafur dvaidi á eliiheimilinu Grund síðustu æviár sín og naut
þar góðrar umönnunar. Þar lézt hann, eins og fyrr segir, 23. júní
36
Goðasteinn