Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 65
Hann gerðist bóndi í Vatnahjáleigu, staðfesti ekki ráð sitt, en
bjó með konu þeirri, er Guðný hét. Var með þeim ástúðlegt.
Fáar sögur fara af heimilisháttum hjá Hermanni, en allt var
þar í föstum skorðum og engu sóað i óþarfa. Hermann brá
búi 1905.
-o-
Ég hafði séð Hermann nokkrum sinnum. Hann kom mörg
vcr austur tindir Fjöll og fékk að fljóta hjá Stefáni Guðmunds-
syni á Mið-Skála í róðrum út á Holtshraun. Fékkst þar þá oft
hlaðafli af löngu. Hermann flutti feng sinn út að Vatnahjáleigu.
Mikil vinátta var með Stefáni og honum. Stefán bjó við kröpp
kjör. Veit ég mcð vissu, að Hermann var honum á ýmsan veg
vinur í raun.
Mér varð starsýnt á þennan þrcklega Landeying. Hann var
ekki meira en meðalmaður á hæð, en samanrekinn, mun hafa
verið dökkur á hár og skegg, en hvorttveggja var farið að grána.
I andliti var hann skarpleitur og heldur magur, augnabrúnirnar
miklar og augnatillitið hvasst. Bar mjög á því, ef honum rann
í skap. Var þá líkt og horft væri inn í hellisgjögur, þar sem
eldar brunnu inni. Hermann hafði fremur langar hendur og
holdlitlar, fingurliðir óvenju sverir, en holdið eins og kroppað
milli þeirra. Það var ljóst auðkenni þess, að Hermann væri
reiður, er hann kreppti hendur og rétti úr þeim á víxl. Var
andstæðfiingnum þá hentast að láta undan síga. Raunar gerðust
fáir til þess að reita Hermann til reiði og varla, nema öl væri
með í leiknum. Maður er nefndur Hjörleifur og var Nikulásson,
ættaður úr Skaftafellssýslu. Hann var mikill vexti og vel að
manni, orðskár nokkuð, einkurn við vín. Þeir Hermann urðu
einu sinni samferða á gufubátnum Oddi af Suðurnesjum austur
á Eyrarbakka. Hjörlcifur veittist þá að Hermanni, sverti hann
með ómildum orðum um nurl og svíðingshátt. Taldi hann nokkur
dæmi fram. Var þetta eitt þeirra: „Þú, helvítið þitt. Þú tímir
ekki að sofa á fiðurkodda, þú sefur á hroðakodda“. Þannig lét
hann dæluna ganga, unz Hermann þoldi ekki mátið. Hann vatt
sér leifturskjótt að Hjörleifi, hafði á honum endaskipti, sveiflaði
efri hlutanum út fyrir borðstokkinn, en hélt föstu taki um fætur.
Goðasteinn
63