Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 60
Brynjólfur tJlfarsson í Stóru-Mörk:
Hillingar
Þegar litið er yfir æviferil manns, sem kominn er nálægt
sjötugu, verður raunin sú, að ærið margt sé breytt frá æskuárum
hans. í þessum línum ætla ég að minnast á fráfærur, eins og ég
þekkti þær, þegar ég var að alast upp í Fljótsdal í Fljótshlíð
um aldamótin 1900 og fram til 1909.
Fyrsta verkið, sem viðkom fráfærum, var að smala heiðar-
löndin, víðáttumikil og sundurskorin af djúpum giljum, þar sem
sauðféð undi hag sínum vel. Daginn áður var dyttað að smala-
skónum, smalaprikið tekið fram og hugað að fjárréttinni, ef
þörf krafði. Allt þurfti að vera vel undirbúið. I smölun var
oftast lagt upp árla dags og mennt vel í hana eftir föngum, því
mikilsvert var, að sem flest af ánum kæmi í rétt. Liðið var á
daginn, þegar innrekstri var lokið. Var þá matur borinn fram við
réttarvegginn og sjaldan betur þeginn.
Eftir matinn var farið að skipuleggja sundurdrátt og meta,
hvaða lömb' væru nógu gömul til að taka þau undan móðurintii.
Ég held, að áiitið hafi verið, að þau þyrftu að vera sex vikna
gömul. Næst var farið að draga sundur, lömb látin sér í kró
og ær í aðra. Ég man flest eftir 80 ám í kvíum í Fljótsdal.
Ærnar voru fyrst reknar heim og settar í kvíarnar. Það voru
færikvíar, eins og þá var víða siður. Smíðaðar voru margar grind-
ur og bundnar saman, svo þær mynduðu hringlaga rétt. Lömbin
voru rekin í svonefndan Lambhaga í gljúfri inn af réttinni. Var
þar búið svo um með hleðslu, að þau komust ekki burtu.
Einatt var liðið langt á nótt, þegar þessu var lokið. Var þá
metið mest að fá sér væran blund cftir erfiðan dag. lin minnis-
stætt er mér, að þegar ég var vakinn aftur, sem o.'t vildi nú
58
Goðasteinn