Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 69
Jóni til stofu, átti þar koffort með brennivínstári, sem nú var
tekið upp. Mér leiddist annað veifið fyrir utan fljót og fannst
hver heimsókn austan undan Fjöllum vera hvalreki. Það var
svalt í stofunni og ég léttklæddur, svo ég bað Jón að ganga með
mér til baðstcfu. Þar sátu Pétur og Hermann saman á rúmi þess
síðarnefnda og höfðu brennivínsflösku fyrir framan sig. Hermann
var á nærklæðum. Jón sagði við Hermann, um leið og hann kom
inn úr dyrunum, og kenndi nokkurrar ertni í rúmnum: ,,Já, já,
þú ert að veita Pétri góðgerðir, en kærir þig lítið um það, þó
ég sitji frammi í kuldanum“. Hermann svaraði: „Ég veit ekki
betur, en hann Árni byði þér inn í stofu, og ég ímynda mér, að
hann hafi gert þér eitthvað gott“. Jón var ekki að heldur af
baki dottinn, sagði eitthvað á þá leið, að það væri ekki frá Her-
manni tekið og svo myndi hann heldur ekki hafa tímt að hýrga
sig. Um þetta þráttuðu þeir góða stund, og rann Hermanni í
skap. Stóð Hermann upp, gerði ýmist að kreppa eða rétta hendur
milli þess, sem hann hysjaði upp um sig nærbuxurnar. Jón stóð
á gólfinu fyrir framan hann heldur svakalegur í klofháum vað-
stígvélum. Viðbúið var, að þeir hefðu tekið saman, ef konur
hefðu ekki beðið þá að láta af illu. Ekki lagði ég neitt til
málanna, var cnda ekki óljúft að sjá þá takast á fangbrögðum.
Erindi Péturs var að borga hestinn, en Hermann tók ekki við
peningunum. Man ég, að hann lét þessi orð falla: „Mér liggur
ekkert á því, Péturstetur. Þú skalt fara með þessa peninga og
hafa þá í heimilið handa börnunum þínurn". Mér er nær að
halda, að Hermann hefði aldrei tekið við greiðslu hjá Pétri, cn
þetta gat þó ekki talizt gjöf, er Hermann var fallinn frá.
Auðunn bróðir var farinn að verzla um þessar mundir, en birgðir
entust misjafnlega. Einu sinni var komið til hans austan frá Núpi
að fala tóbak. Auðunn átti þá ekkert til. Hcrmann vissi þetta
og gaf manninum vikuforða sinn af tóbaki. Hann átti nóg tóbak
úti í Miðeyjarhólmi, en næstu daga var tæpast fært milli bæja
sökum bylja, svo Hermann var tóbakslaus fram á helgina, og
sá hcnum enginn bregða.
-o-
Sumarið 1905 heyjaðist illa sökum rosa. Ég átti þá ungan fola,
67
Goðasteinn