Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 53
Sœmnndur Einarsson í Stóru-Mörk:
Þættir úr atvinnusögu
I. Um aðdrætti og verzlun Eyíellinga fyrr og nú
Aðalverzlunarviðskipti Eyfellinga voru við Vestmannaeyjaiv
jafnframt því sem þeir stunduðu sjóróðra þar. Þangað seldu þeir
vorull sína og lítið eitt af kindum á fæti og kjöti, ennfremur
harðfisk, smjör og tólg og tóku á móti mjölvöru, timbur, kol og
aðra gagnlega vöru. Vorferðir til Vestmannaeyja voru mjög tíma-
frekar, svo að stundum hrökk vorið varla tii þeirra. Liðu oft
margir dagar - og enda vikur - svo að ckki gafst leiði milli
lands og eyja.
Hver bóndi undir Eyjafjöllum átti venjulega vissan viðskipta-
vin í Eyjum, sem keypti af honum búsafurðir fyrir fugl og harða
þorskhausa. Skip þau, sem stunduðu fiskveiðar við Eyjarnar á
vertíðinni, fluttu venjulega með sér vörur á vorin, þegar þau lögðu
til lands. Auk þess varð að fara tvær, þrjár ferðir út til Eyja á
vorin, því að ekki var hægt að hafa meiri flutning á hverjum
bát en sem svaraði einum hestburði fyrir hvern einstakan skip-
verja. Áraskipin voru þung og mannfrek og burðarmagn þeirra
ekki mikið.
Venjulega var lagt af stað frá sandinum að kvöldi og komið'
til Eyja að morgni. Þótti þá gott að komast í morgunkaffið hjá
kunningjum sínum. Þegar kaupmenn komu á fætur, var byrjað
að verzla, sumir lögðu inn ull og tóku út vöru, aðrir unnu að
því að binda þorskhausa í bagga og bera þá á skip, því að lítið
var um flutningatæki í Eyjum á þeim árum. Undir kvöldið var
svo lagt af stað og róið tii lands og komið upp að sandinum
um aftureldingu, þegar bezt gekk og leiði var gott. Voru þá
margir orðnir glaðir og hreifir af víni, sem byrjað var að dreypa
á í byrjun heimferðar.
Goðasteinn