Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 53

Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 53
Sœmnndur Einarsson í Stóru-Mörk: Þættir úr atvinnusögu I. Um aðdrætti og verzlun Eyíellinga fyrr og nú Aðalverzlunarviðskipti Eyfellinga voru við Vestmannaeyjaiv jafnframt því sem þeir stunduðu sjóróðra þar. Þangað seldu þeir vorull sína og lítið eitt af kindum á fæti og kjöti, ennfremur harðfisk, smjör og tólg og tóku á móti mjölvöru, timbur, kol og aðra gagnlega vöru. Vorferðir til Vestmannaeyja voru mjög tíma- frekar, svo að stundum hrökk vorið varla tii þeirra. Liðu oft margir dagar - og enda vikur - svo að ckki gafst leiði milli lands og eyja. Hver bóndi undir Eyjafjöllum átti venjulega vissan viðskipta- vin í Eyjum, sem keypti af honum búsafurðir fyrir fugl og harða þorskhausa. Skip þau, sem stunduðu fiskveiðar við Eyjarnar á vertíðinni, fluttu venjulega með sér vörur á vorin, þegar þau lögðu til lands. Auk þess varð að fara tvær, þrjár ferðir út til Eyja á vorin, því að ekki var hægt að hafa meiri flutning á hverjum bát en sem svaraði einum hestburði fyrir hvern einstakan skip- verja. Áraskipin voru þung og mannfrek og burðarmagn þeirra ekki mikið. Venjulega var lagt af stað frá sandinum að kvöldi og komið' til Eyja að morgni. Þótti þá gott að komast í morgunkaffið hjá kunningjum sínum. Þegar kaupmenn komu á fætur, var byrjað að verzla, sumir lögðu inn ull og tóku út vöru, aðrir unnu að því að binda þorskhausa í bagga og bera þá á skip, því að lítið var um flutningatæki í Eyjum á þeim árum. Undir kvöldið var svo lagt af stað og róið tii lands og komið upp að sandinum um aftureldingu, þegar bezt gekk og leiði var gott. Voru þá margir orðnir glaðir og hreifir af víni, sem byrjað var að dreypa á í byrjun heimferðar. Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.