Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 70

Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 70
allgott hestefni, er ég lét mér mjög annt um. Ég átti engan stað vísan fyrir hann um veturinn og hafði af því nokkrar áhyggjur. Ræddi ég þetta vandamál við Hermann. Hann svaraði: „Þú skalt leita til Guðna á Guðnastöðum. Hann býr venjulega vel með hey, og folanum verður vel borgið hjá honum“. Ég vissi góð deili á Guðna, sem var forsjáll sæmdarbóndi. Ég ferðaðist skjótlega út yfir Álana og hitti Guðna, sem tók erindi mínu vel. Hermann lánaði mér peninga til að greiða með vetrarfróðrið. Átti hann 4 krónur hjá mér, þegar við fórum í verið til Vest- mannaeyja nokkru eftir áramótin. Hermann reri hjá Magnúsi Þórðarsyni í Sjólyst, ágætum formanni og miklum sjósóknara. Ég reri á Landeyjarskipinu Fortúnu, sem Sigurður Ölafsson í Kirkju- landshjáleigu var formaður á. Átti ég þar skemmtilega skipsfélaga. Gamanvísur gengu oft um þóftur. Var Förtúna þá af ýmsum nefnd skáldaskipið. Lína var notuð í róðrum. Sjómcnn beittu hana sjálfir, og voru tveir um hvert bjóð. Hermann var óvanur því verki og átti erfitt með það, aldraður en hugmikill. Faqnst honum sér ganga úr- hendis og sækjast seint og var að því skapraun. Hann ræddi þetta við mig. Bauð ég þá, að hann mætti leita til mín, hvenær sem þörf krefði, og skyldi ég beita hans hluta. Lasleiki gekk í Eyjum þessa vertíð. Hélt við landlegu einn dag af völdum hans. Magnús í Sjólyst var einn þeirra fáu, er reru. Um kvöldið sendi Hermann til mín og bað mig að finna sig vestur í kró. Ég fór nær um erindið og gekk þegar að hitta Hermann. Hann varð léttbrýnn við komu mína og kvaðst nú ætla að þiggja hjálp mína við að beita bjóðið. Ég tók þegar til starfs og linnti ekki, fyrr en lokið var. Hermann þakkaði mér vel og sagði að skilnaði: „Þú mátt nú hafa þessa aura, sem ég á hjá þér, fyrir hjálpina, Árni minn“. Ekki hafði ég ætlazt til launa fyrir þetta handarvik, en orð Her- manns voru lög. Þess má geta, að þá kostaði 50 aura að beita heilt bjóð, svo ég hafði í raun réttri unnið fyrir 25 aurum. -o- Við Hermann rerum þessa vorvertíð í Eyjum. Hermann reri á báthorni, sem Gísii Lárusson í Stakkagerði átti. Áhöfnin var að- eins 4 menn. Formaðurinn sat í austurrúmi og stýrði með árum, 68 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.