Goðasteinn - 01.12.1964, Page 20

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 20
Margrét Auðunsdóttir frá Dalseli: Lausavísur Vorið ljómar, dimma dvín, döggvuð blómin glitra, söngvar hljóma, sólin skín, söngsins ómar titra. -o- Ljóssins vængjum líð ég á lofts um bláa geima. Yfir fjöllin fagurblá frjáls og glöð ég sveima. —o— Þinn ég hlýði á kvæðaklið, kenni þýða hljóminn. Allur kvíði eyðist við ástarblíða róminn. -o- Heyri ég blíðan bragaklið, bætist stríð og mæða, ánægð hlýði og uni við óminn þýðra kvæða. —o— Gullin streng á gígju slær gyðjan ástar bjarta. Vonarstjarna við mér hlær, vermir kalið hjarta. —o— Stytta vökur stuðlamál, stilli ég Ijóðabogann. Góðar stökur gleðja sál, glæða óðarlogann. 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.