Goðasteinn - 01.12.1964, Side 23

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 23
hertogans. Daginn eftir lát konungs kom ráð hinna vitru, witenagemot, sem í voru helztu höfðingjar landsins, saman á fund og kaus Harald Guðnason til konungs sem hinn hæfasta meðal innlendra aðalsmanna til að ráða fram úr vandamálum ríkisins og verja landið fyrir árásum. Haraldur Guðnason, hinn síðasti engil-saxneskra konunga, átti mikla erfiðleika í vændum. Fullvíst mátti telja, að hertoginn i Normandie gerði alvöru úr kröfum sínum með vopnaðri árás á England, og brátt hóf Tósti jarl í Norðymbralandi, bróðir kon- ungs, uppreisn gegn honum, þar sem hann taldi sig ekki síður til konungs fallinn en Harald, er var yngri. Tósti kom þó málum sínum lítt fram í Englandi, því að Haraldur naut fylgis mikils meiri hluta þjóðarinnar. Var hann vinsæll sakir glæsimennsku sinnar og drengskapar, en Tósti var harðdrægur ofbeldismaður og því illa séður. Tósti hvarf úr landi og reyndi fyrst að fá Svein Danakonung til liðs við sig, og er það bar ekki árangur leitaði hann fundar Haralds konungs harðráða í Noregi, sem þá var kominn á efri ár. Haraldur harðráði var tregur til að leggja til hernaðar í Eng- landi, en fyrir áeggjan Tósta og fögur fyrirheit lét hann um síðir tilleiðast. Bauð hann út leiðangri sumarið 1066 og sigldi á 300 skipum með miklu liði til Englands. Byr fékk hann ágætan, því að löngum biés vindur úr norðlægri átt þetta sumar. En einmitt þessi vindur, er svo fagurlega þandi segl Noregskonungs suður á bóginn, lokaði flota hins bráðláta hertoga inni í höfnum Normandie, og mátti hann bíða byrjar vikum saman. Haraldur harðráði og Tósti jarl herjuðu um skeið í Norður- Englandi og unnu nokkrar orrustur. En brátt kom Haraldur Guðnason á vettvang með lið sitt til að berjast við þessa óvæntu innrásarmenn. Áður en orrustan hæfist, fóru nokkur orðaskipti milli Haralds Guðnasonar og Tósta bróður hans. Bauð kon- ungur Tósta þriðjung ríkisins, ef hann vildi láta af fjandskap og fylgja sér. Tilboðið var girnilegt, og spurði Tósti hversu mikið hann vildi þá bjóða Haraldi harðráða Noregskonungi. Haraldur Guðnason kvaðst unna honum af Englandi sjö fóta rúmi, eða því lengra sem hann væri hærri en aðrir menn. Ekki vildi Tósti Godasteinn 21

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.